Glæpamenn sjálfir.

Kínversk yfirvöld kalla friðarverðlaunahafann glæpamann. 

Það eru þeir einmitt sjálfir valdhafarnir í Kína. 

Nýjasta rækilega sönnun þess er að nú þegar hafa þeir handtekið eiginkonu  Xiaobao.

Þau eru mörg ríkin í heiminum sem stjórnað er af glæpaflokkum.

Kína, Norður Kórea, Kúba koma þar fyrst upp í hugann.

Þar eru stjórnvöld helstu fyrirmyndir þeirra sem nú fara með völd á Íslandi.  


mbl.is Eiginkona Xiaobao „horfin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég get ómögulega séð munin á Íslenskum stjórnvöldum og Kínverskum. Það er eðli stjórnsýslu að "spillast". Drifkrafturinn er innbyggður í öllum kerfum. Svo með þessi friðarverðlaun. Ef Obama getur fengið friðarverðlaun Nobels, þá finnst mér að allir eigi að fá þau. Alla vega er engin hætta á því hjá íslenskum yfirvöldum að svo mikil breyting verði að þeir komni til álita hjá Nobels nefnd.  

Óskar Arnórsson, 9.10.2010 kl. 11:33

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Rólegur Óskar, sérðu ekki muninn? Það er nú kannski full dramatískt.

Annars er ég ánægðastur með borgarstjórann okkar sem fyrstur leiðtoga landsins vakti athygli á þessu máli og beindi ganrýni sinni til kínverskra yfirvalda.

Frið og mannréttindi frekar en fé og spillingu.

Það má geta þess að það er stór hópur fólks hér á landi í að vinna að viðamiklu fjármál og menningarsambandi við Kína, það er afar ósmekklegt og þvílík tímaskekkja auk þess að bera þess glöggt vitni að það fólk hefur ekkert lært af fyrri mistökum.

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 9.10.2010 kl. 11:42

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála þér Einhver Ágúst. Ég reiknaði ekki borgarstjóran í Reykjavík til yfirvalda á Íslandi. Hann er ekki í mafíunni og ræður þess vegna engu í bili. Sýstemið í Reykjavík er uppbyggt þannig að völd hans eru bara takmörkuð. Það væri ekki slæmt mál að styðjaborgarstjóran eitthvað gegn spillingunni. Tengdamamma er frá Kína og ég umgengst fólk frá Kína. Þau eru jafnóánægð með sína Ríkisstjórn og við með okkar.

Það á að halda áfram að efla samband við Kína, bæði menningarlegt og á öllum sviðum. Það getur bara verið til góðs. Það má ekki dæma þjóðir eftir Ríkisstjórnum þess. Hvaða einkun fengju þá Íslendingar?

Óskar Arnórsson, 9.10.2010 kl. 12:19

4 identicon

Ég veit ekki betur en þeir sem hæst gala um valdníðslu ESB, hafi horft bláum augum tiil þessa dýrlega ríkis. Einnig er rétt að rifja upp smjaðrið og sleikjuháttinn í íslenskum valdhöfum þegar Falun Gong vogaði sér að mótmæla mannréttindabrotum kínverja. Gott ef einhver hluti þeirra var ekki læstur inni!! En þorði enginn að anda á Davíð Oddsons frekar en endranær.

Ófeigur (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:18

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Jebb, rétt Ófeigur...það er smánarblettur á sögu lýðveldisins.....minnir samt að lögreglan hafi einnig haft afskipti af Jóni Gnarr við Höfða þann sama dag....

Einhver Ágúst, 10.10.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband