8.10.2010 | 16:57
Það er stefnan manneskja...
Menn ættu nú ekki að furða sig á því að fólk fari úr landi.
Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar í tvö ár, að allt ungt fólk fari úr landi til ESB ríkjanna.
Þegar gamla fólkið er dáið, verði hér ekkert eftir nema nokkrir pólskir vélstjórar til að keyra virkjanirnar sem ríkisstjórnin ætlar að láta ESB hafa upp í skuld.
Gangi þetta eftir ætlar framkvæmdastjórn ESB að reisa styttur í Brussel af þeim Jóhönnu, Össuri og Steingrími.
Sem einu þjóðarleiðtogunum sem tókst að leggja land sitt og þjóð í heilu lagi inn í sambandið.
Bara að Óli Dóru fari ekki að skemma neitt eða heimta stærstu styttuna af sér...
Óttast að missa fólk úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.