Tilkynning til Ögmundar um mætingu.

"Sæll Ögmundur

Í sjónvarpsfréttum í kvöld var aðalvarðstjóri, reyndar skráður í Lögreglunni í Reykjavík, titlaður yfirmaður óeirðadeildar !!!

Maður þessi er meðal mótmælenda á Austurvelli þekktur fantur og ofbeldismaður sem ekkert erindi á í lögreglubúning.

Hann var að gera því skóna að banna okkur íslensku þjóðinni, sem bæði eigum Ísland og höfum þig og lögregluna í vinnu 

- banna okkur að koma á Austurvöllinn okkar undir styttu Jóns Sigurðssonar til að mótmæla þegar okkur sýnist svo.

Hér með tilkynni ég þér að við íslenska þjóðin höfum hvorki gefið þér né lögreglunni í landinu, hvað þá óbótamanni, umboð til að skipta ykkur af því hvort við mótmælum á Austurvelli eða ekki.

Stjórnarskráin mælir fyrir um vernd Alþingis og það ber lögreglunni að gera. Það myndi ég líka gera og hjálpa lögreglunni til þess.

Hvað við þjóðin gerum úti á Austurvelli kemur ykkur ekki við.

Það er okkar heilagi lýðræðislegi réttur samkvæmt stjórnarskránni sem lögreglubulla tekur ekki af okkur þó að nú sé búið að stafa ofan í hann nýtt orð; meðalhóf sem hann veit ekkert hvað er.

Ákveðum við að kynda bál okkur til hita er það okkar ákvörðun sem þið hafið ekkert með að gera.

Ákveðum við að henda nestinu okkar í Alþingishúsið OKKAR kemur ykkur það ekki við heldur.

Þori alþingismenn ekki að horfast í augu við okkur fólkið í landinu er það ykkar vandamál, ekki okkar.

Ég var ekki mættur þegar einhver vanvitinn í lögreglunni bauð upp á táragas og barsmíðar með kylfum.

Ég varð heldur ekki fyrir því að lögreglumenn væru að ota í mig kylfu eins og þeir gerðu við suma þarna.

Hins vegar höfðu þeir fyrirmæli um að halda kylfum sínum við öxl tilbúnir að berja okkar sem þarna vorum.

Ég kem á Austurvöll á mánudag kl. 19:oo

Hér með tilkynni ég þér að bjóði lögreglan í landinu mér upp á það að sprauta á mig og samborgara mína, táragasi eða annað ofbeldi og brjóta á okkur stjórnarskrárvarin réttindi til að koma saman til friðsamlegs fundar, lít ég svo á að yfirvöld hafi þar með sagt sig úr lögum við þjóðina og séu þar með ekki lengur réttbær yfirvöld í landinu.

Þá vaknar upp lagaheimild fyrir okkur almenning til þess að handtaka slíka lögbrjóta og afhenda þá lögreglu. Einstakir eða allir þeir lögreglumenn sem reyndu að hindra slíkt væru orðnir hlutdeildarmenn í brotinu sem okkur væri þá einnig heimilt að handtaka.

Nú tek ég fram að síðasti ofbeldismaðurinn í minni ætt var Egill Skallagrímsson og sjálfur leysi ég öll mál með orðræðu en ekki ofbeldi. Frá minni hálfu er því ekki um neins konar hótun að ræða heldur tilkynningu eins og áður sagði.

Hitt er jafnljóst að tugþúsundir manna í þjóðfélaginu eru þess albúnir að beita ofbeldi muni lögreglan eða yfirvöld ögra þeim. Það sá ég líka á Austurvelli og vissi fyrir.

Með bestu kveðju."

--------------------------------------

Ykkur hinum að segja þá kenndi móðir mín mér ekki að henda eggjum. Enda yrði ég þá að þrífa Alþingishúsið og Austurvöll sjálfur, kæmist hún að slíku. 

Ég verð hins vegar að sætta mig við það ef samlandar mínir hafa ákveðið að nota þann hátt til að mótmæla. 

Í Frakklandi hefur frá því að fallöxin var notuð á kóng og yfirstétt, verið algerlega skýrt að yfirvöldum og lögreglu kemur ekki við þegar reiðir bændur henda tómötum eða sprauta skít í kringum valdastofnanir,eða fiskimenn sturta úldnum fiski á götur í mótmælaskyni. 

Í Frakklandi vilja menn halda fallöxinni í sögubókunum. 


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Feikilega flott framsögn og hafðu þökk fyrir. Mæting á Austurvöll allsherjarútkall nú skal verða breyting á stjórnarfari okkar!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:19

2 identicon

Munurinn á friðsamlegum mótmælum og óeirðum er öllum ljós. Ég vona innilega að þér sé það einnig. Þegar fólk mætir grímuklætt með matvæli og innyfli til að henda í alþingismenn þá á það ekkert skylt við friðsamleg mótmæli.  Það er aldrei þannig og ég ítreka, ALDREI þannig, að lögregla mæti á Austurvöll til að efna til átaka. Lögreglan hins vegar mætir þannig til leiks að hún geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Sem er fyrst og fremst að búa til vettvang þar sem fólk getur mótmælt á friðasamlegan hátt.

Það er hins vegar háttur talibana og huglausra grímklæddra aumingja að fela sig innan um saklaust fólk og stunda árásir sínar í skjóli friðsamra borgara. Hugleysið nær algerlega nýjum hæðum hjá þessum aumingjum vesalingum. Ég vona innilega að þú verðir ekki í þeirra hópi í kvöld. 

Grímur Bárðdal (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Grímur minn

Fyrstur allra í bloggheimur var ég sá sem fordæmdi harðlega þegar einhver glæpamaður henti gangstéttarhellu í höfuð lögreglumanns. 

Ég hef líka bent á að það er óheimilt að vera grímuklæddur á almannafæri. 

Ég hendi hvorki einu né öðru í annað fólk eða yfirleitt nokkuð.   Henti auðvitað snjókúlum fyrir áratugum en þá var ég barn. 

Um lögregluna skulum taka betri umræðu, ég er að fara í frakkann. Í honum verður farsími og veski.  

Hvorki þorramatur, egg eða slátur.   

Viggó Jörgensson, 4.10.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband