Forsjáin framseld til Brussel. Máttum engar reglur setja sjálf.

Mistökin liggja eingöngu í því að treysta á Evrópusambandið í blindni.

Árið 1994 skuldbundum við okkur að þjóðarétti til að setja ekki sjálf neinar reglur um bankaviðskipti. 

Það eina sem við máttum var að taka upp reglur Evrópusambandsins sem það sendi okkur vegna aðildar okkar að EES. 

Aumkunarverðir þingmenn halda að fyrrum ráðherrar hafi getað sett alls konar reglur til að hindra hrunið. 

Íslensk stjórnvöld máttu ekki gera eitt eða neitt gagnvart bankakerfinu sem máli skipti.  

Nema innleiða reglurnar frá Brussel.

Svo vilja sumir þingmenn fyrir alla muni, afsala fullveldi okkar til Brussel.  

Er ekki einhver húsasótt í eldgamla Alþingishúsinu okkar? 

Eða súrefnisskortur? 

Sumir hafa jú lent í bílslysi, margar veltur. 


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bílslys? Hmm. Margar veltur??? hmm Það gæti skýrt margt - ég var bara búinn að gleyma þessu - hmm - hef nefnilega sjálfur lent í bílslysi - margar veltur - og líka engar veltur - hmm

Kosningar strax

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.9.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Grisemor

Ekki trúir þú því sjálfur að þetta hafi veirð svona. Skipun frá Evrópu að gefa einhverjum vel völdum aðilum bankana. :)

Máli var að mikið af reglum frá Brussel voru aldrei teknar upp hér af því þær voru taldar íþyngjandi fyrir atvinnulífið. T.d. tilskipun frá 1998 um hvernig meðhöndla ætti viðskiptavild i reikningum fyrirtækja og þrengdi mjög svigrúm þeirra frá því sem áður var. Árið 2004 fékk ríkið áminningu frá ESB um að þessir staðlar hefðu ekki verið lögleiddir hérna og veittu frest til 2008 til að kippa því í lag. Það hefur ekki verið gert enn. Hefði þetta verið gert hefðu t.d. fyrirtæki eins og Actavis og Exista lent í verulegum erfiðleikum við að stækka. Sama má segja um bankana.

Hefði Seðlabankinn eins og honum var í lófa lagið að gera hækkað bindiskyldu bankanna hefði dregið mjög úr handbæru fé þeirra, en neeeeeiiii bindiskyldan var afnumin og vextir frekar hækkaðir til að sýnast ætla að draga úr verðbólgu en það leiddi miklu frekar til þess að erlent fjármagn streymdi inn, gengi króunnar hélst allt of hátt og ekkert dró úr þenslu. Það var bara miklu meira sexy að hafa þetta alveg frjálst.

 Kveðja

Hanna B

Grisemor, 13.9.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Hanna. 

Þó ég sé svolítið stríðinn, þá dettur mér ekki í hug að ESB hafi skipt sér af því hverjum við seldum bankanna. 

Við fengum alls konar aðlögunartíma þegar við gengum í EES. 

Í heildina stóðum við okkur ótrúlega vel að innleiða allt EES lagaverkið.

Stundum höfum við jú fengið athugasemd frá ESA en samt kannski fengið ríflegan frest í viðbót, eins og þú segir. 

Hvað er númerið á þessu dírektífi sem þú nefnir?   

Það voru stór hagstjórnarmistök að hætta að nota bindiskyldu.

"Engir pengingar til" er það eina sem við skiljum. 

Stýrivextirnir bitu ekki nægjanlega á þensluna enda "allir" að taka langtímalán með föstum vöxtum sem fóru í neyslu að ótrúlega stórum hluta.  

Þar fyrir utan hafa Íslendingar ekkert spáð í vexti. 

"Svona hættu þessu kjaftæði, hvar á ég að skrifa undir?" var oft viðkvæðið þegar maður var að reyna að útskýra ákvæði raðgreiðslusamninga með 3% lántökugjaldi og glæpsamlegum vöxtum.   

Mér skildist nú að niðurfelling bindiskyldunnar hefði verið vegna áhrifa frá EES.

Man ekki annað en að Valgerður Sverrisdóttir hafi borið það fyrir sig þegar einhver var að skamma hana fyrir að lækka bindiskylduna.  

Það stend ég við að því fer algerlega fjarri að íslensk stjórnvöld getið vaðið um víðan völl í reglusetningu á sviði fjórfrelsisins, þar með talið á sviði fjármagnsviðskipta. 

Því er einmitt öfugt farið við eigum að fara eftir reglunum frá Brussel eins og þú sjálft bendir á.     

Bkv. Viggó.  

Viggó Jörgensson, 14.9.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband