13.9.2010 | 13:35
Lögmannafélagið reki Atla úr félaginu.
Lögmannafélag Íslands ætti að sjá sóma sinn í því að reka Atla Gíslason hrl úr félaginu.
Ef það hefur einhvern sóma.
Árið 1727 sögðu íslenskir dómendur að vörn manns væri trúanleg en sendu hann samt á Brimarhólm í 3 ár.
"...sér og öðrum til straffs og viðvörunar..."
Árið 1740 voru engar sannanir í morðmáli.
Nærtækastur var Ásmundur nokkur Þórðarson er þótti illa kynntur.
Til gera nú eitthvað í málinu ákváðu dómararnir:
"...að fyrrnefndur Ásmundur Þórðarson, öðrum viðlíkum óguðlegum skálkum til viðvörunar,
skuli einasta í járnum erfiða á Bremerhólmi í 6 ár..."
Þetta er réttarfarið sem Atli Gíslason ætlar nú að draga upp úr myrkum miðöldum og skenkja okkur þjóð sinni.
Stalín hefði orðið stoltur af drengjunum sínum Atla og Steingrími.
Telur ákæru standast mannréttindareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
Sammála !!!!!!!!!!!!
Sigurður Sigurðsson, 13.9.2010 kl. 15:59
Sæl Hanna B
Skemmtileg færsla hjá þér.
Ég er nýbúinn að segja að ég sé alltaf tilbúinn að endurskoða afstöðu mína með nýjum upplýsingum.
Við réðum auðvitað hverjum við seldum bankanna. Þó að því hafi verið handstýrt var það samt allt rækilega löglega gert.
Davíð og Halldór hafa aldrei látið hanka sig á einhverju ólöglegu enda löghlýðnir og heiðarlegir menn persónulega.
Við buðum bara ekki hærra en þeir sem keyptu. Svo einfalt var það. Við áttum að vísu engan pening en svona var þetta.
Númer hvað er dírektið frá 1998?
Hefði innleiðing á þessu dírektifi þrengt að bönkunum alveg frá 1998? þannig að þeir hefðu ekki komist upp í 16 falda landsframleiðslu?
Það er rétt hjá þér að bindiskyldan datt úr tísku en mér skilst að það hafi verið fyrir áhrif frá EES.
Snillingarnir sem sömdu nýju peningamálastefnuna árið 2001 voru einmitt Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson.
En Seðlabankinn er sjálfstætt stjórnvald, ráðherrar gátu ekki ráðið stýrivöxtum eða notkun á bindiskyldu.
Svo hátt hlutfall af útlánum var með föstum lágum vöxtum til 40 ára, að allt bitið fór úr stýrivaxtatækinu.
Enda gekk erfiðlega að láta þá bíta á verðbólguna.
Þó að lögnu væri ljóst að glapháir stýrivextir bitu ekki, var þeim samt haldið háum áfram. Og inn streymdu jöklabréfin.
Allir spekingar höfðu sannfært okkar spekinga um hér yrði að vera fljótandi gengi.
En áður hafði verið fastgengi sem svigrúmi sem þótti úrelt.
Allt að einu virðast íslensk stjórnvöld verið mikið bundin út af reglum og tilmælum frá ESB.
Sendu mér endilega númerið á þessu directivi frá 1998, þar er kannski smjörklípa.
Viggó Jörgensson, 14.9.2010 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.