11.9.2010 | 13:39
Nýja löggjöf og líka um sveitarstjórnarmenn.
Endurskoða þarf þessa löggjöf frá grunni.
Á meðan stjórnarskráin mælir fyrir um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð verður svo að vera.
Hins vegar þarf að lagfæra ákvæði um val á dómurum. Eingöngu embættisdómarar ættu að sitja þar.
Ríkissaksóknari á að vera ákærandi.
Lagfæra þarf lögin um ráðherraábyrgð miðað við kröfur um skírleika refsiheimilda o. m. fl.
Bæta þarf alþingismönnum, embættismönnum og sveitarstjórnarmönnum inn í lögin.
Víða um land eru sveitarstjórnir og stofnanir þeirra á vonarvöl.
Orsakir þess ættu í einhverjum tilfellum að vera refsiverðar athafnir eða athafnaleysi skv. lögum.
Ekki samstaða í nefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll stjórnkerfið hjá okkur er í rúst því miður!
Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 16:09
Blessaður Sigurður
Það þarf ekki að kvíða verkefnaleysinu á hinu nýja Íslandi.
Viggó Jörgensson, 11.9.2010 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.