Stalín og Trotski

"... Gegn Trotski var teflt fram tilvitnunum í Lenín frá mörgum áratugum sem áttu að sýna hið gagnstæða.  Á þennan hátt afsannaði Stalín í raun skoðanir sem Trotski aðhylltist ekki, með skoðun sem Lenín hafði ekki kannast við sem sína..." 1*)

Þetta hörmulega réttarfar í fyrrum Sovíetríkjunum kemur manni þvi miður í hug við að sjá þessa mynd af Atla og Steingrími sem vill jafna um Geir Haarde fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. 

Einnig vill Steingrímur hegna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að taka hann  ekki í ríkisstjórn árið 2007.

 

1*) Almenna bókafélagið 1985, Saga Mannkyns, Ritröð AB, bindi 13, bls. 86, 

 


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Athyglisverð og góð nálgun.

Óskar Sigurðsson, 10.9.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Afhverju ætti þetta að snúast um hefnd Viggó?   Það er ömurlegt að á Íslandi ber engin ábyrgð.  Þetta sjálftökulið sem kosið er á þing, hækkar laun sín vegna þeirra gríðarlegu ábyrgðar sem starfinu fylgir, rétt eins og bankamennirnir en svo þurfa þeir enga ábyrgð að hafa.

Mér finnst að það eigi að draga þetta fólk til ábyrgar fyrir að koma okkur í þá stöðu sem við erum í dag.  Ekkert endilega að hneppa þau í fangelsi eða beita þau peningasektum,  heldur láta þau viðurkenna glæpinn.   Svo þætti mér ekki verra ef höfuðpaurinn væri að eilífu amen, opinberlega og óaftukræfanlegt  sviptur ærunni líkt og biskupinn sem hann studdi svo dyggilega.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ingibjörg það er komið árið 2010.

Við hneykslumst á Spænska rannsóknarréttinum.

Og svo hverri harðstjórninni eftir aðra, þar sem menn voru dæmdir skv. pólitískum skipunum.

En við verðum þá að vera skárri sjálf.

Það er bara algerlega fráleitt fyrirkomulag að stjórnmálamenn séu að ákveða hvort ákæra eigi pólitíska andstæðinga.

Það vegur bara að öllum undirstöðureglum um nútímaréttarfar og mannréttindi.

Ekkert hef ég á móti því að þeir sem það eiga skilið hljóti dóm fyrir misgjörðir sínar.

En þeir eiga samt skilið að njóta nútíma mannréttinda.

Viggó Jörgensson, 10.9.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Óskar það er ömurlegt að þetta Landsdómsmál minni á helstu harðstjóra veraldarsögunnar.

Viggó Jörgensson, 10.9.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Laxinn

Setja bara Evu Joly í málið!

Laxinn, 11.9.2010 kl. 00:38

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er ekki að tala um harðstjórn, setja þau í fangelsi eða peningasektir nema þá að hirða af þeim sjálfteknu eftirlaunin.

Pólitískir andstæðingar, þú veist að það er fólk úr öllum flokkum í þessarri nefnd og ef þú kæmir á kennarastofuna þar sem ég er þá held ég að þar sé fólk úr öllum flokkum sem finnst að pólitíkusar skulu axla ábyrgð á verkum sínum.

Ég var aðdáandi ISG en vil að hún verði ávítt alveg sérstaklega fyrir vítavert gá- og aðgerðarleysi í sínu starfi. 

Aðgerðarleysi og viðbrögð þessarra einstaklinga sem nefndir eru til sögunnar í þessu eiga að sjálfsögðu að vera ávíttir og hýrudregnir fyrir.   Hvernig yrði tekið á mér sem kennara ef ég hlustaði ekki á viðvaranir og hefði ekki hlýtt bílstjóra rútunnar sem fór með 10. bekk úr Réttarholtsskóla haustið 2008 ínn á Þórsmörk.  Ég stóð út í miðri Krossá og tók þar á móti unglingunum sem þurftu að henda sér út úr rútunni eða vera kastað út úr henni af öðrum kennara sem var með í ferð.

Sennilega hefði rutan ekki oltið en það var vá fyrir dyrum og við hlýddum skilyrðislaust.  Tókum okkur ekki það vald að halda að þetta væri bara allt í lagi.

Hvað gerðu umræddir pólitíkusar þegar íslenskir og erlendir hagfræðingar sögðu að allt væri að sigla í strand í íslensku bönkunum.

 Þeir töluðu um öfund og hentu grín af öllu saman og sögðu að Danir væru mest hræddir um að við værum að fara að kaupa Kaupmannahafnartívolíið.

Margir vildu sjá þetta fólk bak við lás og slá, ekki hugnast mér það, enda dýrt að halda fangelsum úti og þau hafa verið okkur nógu dýrkeypt. 

Ég fer fram á það að þau verði ávítt og eftirlaun þeirra sem eru fram yfir lægstu laun verði notuð til mannúðarmála.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er bara að tala um réttarfarið frú Ingibjörg. (Umgerðina utan um dómsmálin og framkvæmdina).

Ef þú hefðir verið kærð fyrir eitthvað þarna í Þórsmörk, þá hefðu dómararnir ekki átt að koma af kennarastofunni þinni.  

Í stjórnmálunum er þetta miklu hættulegra. 

Það eiga ekki að vera neinar undanþágur eða afbrigði í réttarkerfi sem býður vafasömum stjórnmálamönnum

upp á að misnota þau ákvæði við ákveðnar aðstæður.  

Mannlegt eðli hefur ekkert breyst og sagan kennir okkur aftur og aftur að slíkir gallar í löggjöf verða misnotaðir.  

Punkturinn er þessi:  Landsdómur og val á dómurum í hann er gallað kerfi.  

Þar ættu frekar að vera allir hæstaréttardómarar, dómstjórar og elstu dómarar. 

Ekki yfirlýstir stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka.

Sömuleiðis eru lög um ráðherraábyrgð aftan úr fornöld.

Þau refsiákvæði ættu að vera inni í almennum hegningalögum.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn ættu að bera meiri ábyrgð persónulega. 

Ekki síður sveitarstjórnarmenn sem hafa sett orkuveitur og sveitarfélög á vonarvöl út um allt land.  

Viggó Jörgensson, 11.9.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband