Fer grínið og alvaran illa saman? Lygin eða leikin fífl.

Við Íslendingar höfum alltaf haft fífl til gamans.  Lengi kosið þau í áhrifastöður eða á þing.  

Að mesta frekjudós landsins sé forsætisráðherra finnst okkur fyndið.  

Enn fyndnara að hún væri vart læs eða skrifandi.  

Allra skemmtilegast er að láta fjármál og efnahagsmál,

í hendur einhvers sem aldrei hefur vitað sitt rjúkandi ráð.

Einhvern sem er jafnan á sömu skoðun og sá sem talaði við hann síðast. 

Við þessir spaugarar kusum svo borgarstjóra þann sem flinkastur er sem fífl.   

Sá brá sér nýlega til svokallaðra siðmenntaðra landa, þar sem enginn er fyndinn eins og við.     

Kom svo heim í losti eftir að hafa verið tekinn alvarlega þegar hann var jú að leika fífl. 

En ekki hvað?

Aðrar þjóðir eru svo leiðinlegar að telja stjórnun vera alvöru.

Gera sér ekki skemmtun af því að kjósa lygin eða leikin fífl í ábyrgðarstöður.   


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

Gaukurinn í ítalíu berlusconi getur nú verið fyndinn stundum.

En ef við ætlum að hafa fífl við stjórnvölin eins og við höfum alltaf haft.

Þá er alveg jafngott að hafa atvinnumann í því áfram gnarr!

Anepo, 8.9.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óneitanlega ákveðinn punktur í því. 

Verra ef við hættum þá að vera á hausnum sem er það eina sem við kunnum.   

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 22:44

3 identicon

´Hversu slæmt getur þetta svo sem orðið....bandaríkjamenn höfðu Bush sem forseta í nokkur ár...og hann hafði aðgang af kjarnorkuvopnum, honum tókst reyndar að fara í eitt eða tvö stríð, Sem við studdum þokk sé nokkrum virðulegum pólitíkusum sem aldrei viðurkendu að þeir skoðuðu klám. Held við séum alveg save með Gnarr.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:24

4 identicon

Gnarr er flottur, Þetta var svo gott svar, og burtséð frá því hvort hann var að grínast eða segja sannleikann.

Það mætti halda að enginn stjórnandi og ráðamaður hafi nokkurntíman horft á klám. 

Edda (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 08:01

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég las viðtalið og þar er bæði blaðamönnum og okkur lesendum ljóst að þetta er grín. 

Sóley þessi sem á eingetna soninn er bara með upphlaup.  

Jón var hins vegar að kvarta yfir því að vera kallaður dónakall.  Það kallaði hann yfir sig sjálfur.    

Viggó Jörgensson, 9.9.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband