Á þjóðin ekki Þorlákshöfn? Taka á hafnarvöldin af bæjarstjórn.

Er það ekki svo að höfnin í Þorlákshöfn sé byggð fyrir almannafé? 

Hafa ekki Vestmannaeyingar lagt til sinn skerf til þjóðarbúsins og miklu meira en það?

Af hverju siglir Herjólfur ekki til Þorlákshafnar í samræmi við þörfina?

Alþingi á þá að setja lög tímabundið um að taka öll hafnarvöld af bæjarstjórn Þorlákshafnar ef hún er vandamálið.  

---------------------------------------------------

Siglingamálastofnun og starfsmenn þar eru á heimsmælikvarða í hönnun á hafnarmannvirkjum.

Þeir reiknuðu ekki gosið inn í sitt líkan.

Askan í Landeyjahöfn er tímabundið ástand sem gengur yfir.   


mbl.is Herjólfur siglir ekki meira í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ertu nú alveg viss um að þetta sé rétt sýn á málið hjá þér? Heldur að málið snúist um að hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn meini Herjólfi að sigla þangað, af því bara. Ætli þetta snúist ekki um hafnargjöld af siglingum skipsins til Þorlákshafnar. Hver einasta höfn í landinu innheimtir hafnargjöld af öllum skipum sem leggjast þar að. Herjólfur gæti ekki lagst að í neinni höfn hér á landi og líklega ekki í öllum heiminum öðru vísi en hafnaryfirvöld á staðnum innheimti gjöld af því. Það er því ekki hægt að ætlast til af hafnaryfirvöldum í Þorlákshöfn að þeir leyfi skipinu bara að leggjast upp að án þess að greiða krónu. Auk þess held ég að þeir myndu frekar kjósa að Herjólfur legðist þar upp að af því að það þýddi tekjur fyrir hafnarsjóðinn.

En maður fer að efast um ágæti þessarar hönnunar. Þarna er gríðarlegur framburður og hefur alltaf verið. Einhvern veginn urðu þessir sandar við suðurströndina til. Ekki urðu þeir til af sjálfum sér. Þetta kann að vera óeðlilega mikið vegna gossins en ég held að þarna muni alltaf vera framburður og það muni alltaf þurfa að vera aða dæla upp úr innsiglingunni, svipað og gert er á Höfn. Ég held að menn séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þessa höfn.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.9.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hvad hefur tu fyrir ter i tvi ad gosid se ad valda tessari røskun Viggo. Tad er løngu vitad ad tarna er mikill sandburdur en tad vildu heimsmælikvarda starfsmennirnir ekki hlusta a to tad kæmi fra mønnum sem vel tekkja til stadhatta. Sidan er sagt nuna ad sanddæluskipid sem var tarna hafi farid til annara verkefna og reynt ad kenna tvi um. Malid er ad sanddæluskip getur ekki athafnad sig tarna nema i logni og slettum sjo tad tekki eg eftir aralangt starf sem skipstjori a sliku skipi. Tannig ad ef upp kemur i vetur ad tad turfi ad dæla sandi tarna ta myndi eg giska a ad tad væru kannski nokkrir dagar i manudi sem t.d Perlan gæti dælt tarna. Samt tyrfti hun ad vera a stadnum til ad geta farid strax og vedur leyfdi sem væri ekki oft tvi ølduhædin mætti ekki fara yfir einn meter svo hægt se ad dæla a skipi eins og Perlu. Dagana sem hun gæti ekki verid ad tyrfti ad greida bidgjald tvi svona skip vinna ad sjalfsøgdu ekki okeypis.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Naglann hitturðu þarna.

Það er nefnilega stórmerkilegt að allar hafnir landsins þarf að dýpka. Sumar meira en aðrar eins og gengur. En úrræðaleysi Vegagerðarinnar er algjört. Auðvitað á að setja á tvær ferðir á dag í Þorlákshöfn meðan þetta ástand varir. Punktur og basta.

Valmundur Valmundsson, 8.9.2010 kl. 13:51

4 Smámynd: Tollinn

Herjólfur getur ekki farið margar ferðir á dag til Þorlákshafnar,það tekur 3tima +stopp hvor leið.Eins má ekki gleyma að vandinn er ekki bara að höfnin grynnist  við leirburðinn sem er þar heldur að skrúfur skipsins moka upp leðjunni sem svo skilar sér inn á sjókæla fyrir vélbúnað og gæti valdið vandræðum á leið til Eyja aftur

Tollinn, 8.9.2010 kl. 14:01

5 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Höfnin í Þorlákshöfn var nú byggð fyrir gjafafé til Vestmannaeyja vegna Eldgossins í Heimaey.. en jú það er jú almannafé svosem

Stefán Þór Steindórsson, 8.9.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jóhann Pétur.

Ég er aldrei alveg viss um neitt.   

Alltaf tilbúinn að endurskoða málin með nýjum upplýsingum. 

Ég vissi auðvitað um hafnargjöldin.  

En að börnin í Vestmannaeyjum séu mjólkurlaus og heilt bæjarfélag með tómar búðir er fráleitt ástand. 

Vegagerðin getur þá bara borgað fullan taxta þar til samningar nást, með fyrirvara um skuldajöfnun. 

Eða Þorlákshöfn boðið sama gjald og áður með fyrirvara. 

Vegagerðin og Þorlákshöfn ættu jafnvel að mætast þarna á miðri leið með fyrirvara af beggja hálfu.  

Allt að einu er þetta óþolandi ástand að fjögur til fimm þúsund manna bæjarfélag sé vörulaust út af sleifarlagi einhverra embættismanna.  

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 17:27

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Þorvaldur.

Ég man eftir hörmulegu slysi við Höfn þar sem staðkunnugur maður fórst

þegar innsiglingin breyttist þar innan dagsins eða svo.  

Og þannig er það víst við alla suðurströnd landsins.   Sandurinn þvælist þarna sitt á hvað á landgrunnsbrúninni. 

Þetta vissu örugglega allir skipstjórnarmenn og þeir hjá Siglingamálastofnun.  

Það var líka örugglega gert ráð fyrir reglulegri sanddælingu úr Landeyjahöfn.  

Við alla mannvirkjagerð eru sett mörk vegna kostnaðar.  T. d. á eitthvað sem gæti gerst á 300 ára fresti. 

Turninn í Höfðatúni í Reykjavík er t. d. ekki hannaður miðað við að þegar mesta óveður aldarinnar gangi yfir Reykjavík,

sé byggingin hlaðin ísingu og nákvæmlega þá komi stóri Suðurlandsskjálftinn og húsið stappað af fólki á öllum hæðum.  

Verkfræðingar reikna líkurnar á slíku og setja einhvers staðar stopp.  

Það hefði verið óheyrilegur viðbótarkostnaður við Landeyjahöfn að gera ráð fyrir öskufalli úr gosi sem kemur kannski á 100 ára fresti. 

Þá er bara ódýrara að dýpka og borga lúxustaxta í Þorlákshöfn.  

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 17:39

8 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Eg spyr aftur hvad hefur tu fyrir ter i tvi ad sandburdur i Landeyjarhøfn tengist øskufalli.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 19:16

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já fyrirgefðu.

Farðu inn á sigling.is sem er eins og þú veist vefur Siglingamálastofnunar.

Þar eru tvær eða fleiri fréttagreinar um austlægar áttir og öskusöfnun í Landeyjahöfn.  

Ef sérfræðingar Siglingamálastofnunar þekkja ekki ösku frá sandi eftir að hafa gert þarna margar mælingar þá er ekki við mig að sakast.  

Hefurðu tekið sýni þarna sjálfur? 

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 19:43

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þorvaldur þú sérð þarna strax 4 fréttir um gosefni sem trufla innsiglingu í Landeyjahöfn. 

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 19:52

11 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Nakvæmlega Viggo tetta er godur brandari en annars hvad er tad sem gerir suma ad serfrædingum umfram adra er tad lestur boka upp i haskola?

Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 20:25

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Menn geta verið mjög góðir sjálfmenntaðir sérfræðingar.

Í sjálfsnámi er samt ákveðin hætta á ferð.   Sumir lesa bara það sem er skemmtilegt og sleppa því sem er leiðinlegt.   

Alvöru sérfræðingur verður að lesa um alla þætti sviðsins.   Þar liggur annar aðalmunurinn á sjálfsnámi og skólanámi til prófs.  

Í skólanum er menn neyddir til að kynna sér allt sviðið.  

Hinn aðalmunurinn er að í sjálfsnámi geta menn lent á villigötum og verið fastir þar.  

Hitt er annað að sá sem er fífl þegar hann fer í skóla er líka fífl þegar hann útskrifast þaðan. 

Ég hef hins vegar bjargfasta trú á verkfræðingum Siglingamálastofnunar.  

Þú ert bara að gjaldfella sjálfan þig og skipstjórnarmenntun þína með því að rengja það að gosefni eru í Landeyjahöfn.

Meira að segja ég bara með jarðfræði 103 þekki gosgjall sem flýtur á sjó eða vatni.   

Viggó Jörgensson, 9.9.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband