8.9.2010 | 03:29
Okkur óviðkomandi - fáránleg umfjöllun.
Kynhneigð milli annars fullorðins fólks kemur okkur ekkert við.
Við óskum þess að allir séu sem hamingjusamastir í sátt við sjálfa sig á því sviði eins og öðrum.
Blessað Gamla testamentið er að mestu ævintýrasaga og lygasaga.
Nýja testamentið er líklega sannsögulegra.
Þetta eru samt allt að 2000 ára gamlar kreddur sem við nútímamenn gefum ekkert fyrir.
Nema það góða úr kristinni síðfræði sem á sígilt erindi við alla menn, hvað sem trú þeirra líður.
Það er fáránlegt að eyða frekara púðri á þennan frænda okkar í Færeyjum, það er ekki svara vert.
Að minnsta kosti ekki kristilegt að veitast að góðu fólki út af kynhneigð þess.
Gegn vilja Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:32 | Facebook
Athugasemdir
Hann fer þó eftir samfæringu sinni,
þar gæti hún JÓHANNA tekið hann sér til fyrirmyndar
Sigurður Helgason, 9.9.2010 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.