Dómsúrskurður er skilyrði - þá er allt í lagi.

Það er allt í lagi í réttarríki að beita forvirkum rannsóknarheimildum og þjóðfélaginu í hag.  

Það er hins vegar algert skilyrði að það séu dómstólar sem veiti slíkar heimildir hverju sinni.  

Ragna Árnadóttir er ein ágætasta dóttir þjóðarinnar. Hún fór fram af mikilli skynsemi í þessu máli.

Ögmundur Jónasson mun einnig sjá að brýn þörf er á þessu úrræði til að vernda börn okkar, ungmenni og þjóðfélagið allt. 

En úrræðið á ekki að heita forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu heldur forvirkar rannsóknarheimildir dómstóla. 

  


mbl.is Efins um forvirkar rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Sammála!!

Kommentarinn, 7.9.2010 kl. 15:01

2 identicon

Já en þyrfti þá ekki að vera rökstuddur grunur svo að dómstólar gæti dæmt í málinu?

Annars væri þetta einhvernvegin svona:

Lögregla: Við viljum rannsaka Sigga Sæta.

Dómstólar: Afhverju?

Lögregla: Afhverju ekki?

Dómstólar: Það er rétt, hann er með skuggulegt nafn, hlerunar og rannsóknar heimild er veitt!

Það verður að vera rökstuddur grunur ALLTAF áður en að rannsókn er hafin!

Annars er þetta bara endalaus skot í loftið og það á ekki að líðast.

Ég er allavega ekki tilbúinn að borga lögregluni laun af mínum skattpeningum til að eltast við "hugsanlega" glæpamenn þegar það eru fullt af glæpamönnum þarna úti.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Auðvitað þyrfti lögregla að koma með einhver gögn fyrir héraðsdóm.

Þau gætu verið svona:

Hér er 10 myndir af Krimmanovitz Glaeponopov, þar sem hann er að tala við margdæmda fíkniefnasala og þrælasala, teknar í Reykjavík og borginni Langtíburtuvitz. 

Hér eru gögn sem sýna að hann fer að finna þessa menn og aðra margsinnis ár hvert.   

Hér eru myndir af húsinu hans, sumarbústaðnum og bílaflotanum. 

Hér skattskýrsla hans og konu hans.   Þar sést að þau geta ekki greitt fasteignagjöldin hvað þá meir. 

Ef dómarinn er sammála lögreglu að þarna sé eitthvað dularfullt á ferðinni heimilar hann rannsókn.  

Viggó Jörgensson, 7.9.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband