28.8.2010 | 13:42
Tíkinni sigað
Húsfreyjan á höfuðbólinu við Lækjargötu þolir engin siðferðisbrot, hvað þá heldur meir.
Einn daginn var einhver konukind vart byrjuð að henda brauði á stjórnarráðsblettinn þegar húsfreyjan var búin að siga hundum sínum á konuna.
Nú hefur hin siðavanda húsfreyja sigað tík sinni á konu í stjórn Seðlabanka Íslands vegna gruns um að konan kjósi Sjálfstæðisflokkinn og hafi jafnvel tekist að semja um skuldir sínar.
Hvorugt kemur þó húsfreyjunni við og því síður Seðlabankanum.
Ætlar að skoða stöðu stjórnarmanns í Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Athugasemdir
Flokkarnir skipta með sér sætum í stjórn seðlabankans eins og öðrum nefndum og Katrín Olga situr í stjórn seðlabankans í umboði Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er nú heldur betur skot framhjá.
Ferningur, 28.8.2010 kl. 14:49
Skot framhjá hverju?
Heldurðu að þetta væri á dagskrá, hjá fulltrúa frú Jóhönnu, ef Katrín Olga væri í Samfylkingunni?
Viggó Jörgensson, 28.8.2010 kl. 15:54
Svo væri gaman að vita hvað formanni bankaráðs Seðlabankans kemur þetta við.
Ætlar formaðurinn að skipta sér af t. d. hjúskaparbrotum bankaráðsmanna svo dæmi væri tekið?
Viggó Jörgensson, 28.8.2010 kl. 16:10
Nei, að sjálfsögðu kemur engum þetta við. Þið sjálfstæðismenn verðið að fá að hafa ykkar spillingu í friði.
Ferningur, 28.8.2010 kl. 16:22
Í trúnaði þá er ég jafnaðarmaður, þó ég sé óskaplegt íhald.
Viggó Jörgensson, 28.8.2010 kl. 16:31
Svo getur vel verið að Fjármálaeftirlitinu, lögreglunni, sérstökum saksóknara eða dómstólunum komi einhver mál við.
En síðast þegar ég vissi var ekkert af slíkum verkefnum hjá forsætisráðherra eða stjórn Seðlabankans.
Slík afskipti stjórnmálamanna af réttvísinni er ekki umliðið nema í lögregluríkum.Viggó Jörgensson, 28.8.2010 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.