En biskup verður að hætta.

Frábært framtak séra Halldór Gunnarsson.

En biskup verður að hætta og þá mun flest fara aftur á betri veginn.  

Við venjulegt fólk í Þjóðkirkunni höfum í tvo áratugi staðið í ströngu þegar ungt fólk á okkar vegum hefur talið Vísindakirkju standa samtímanum næst.  

Eða afturhvarf til fortíðar og fara í Ásatrúarsöfnuðinn þó að þeir séu flestir kristnir þar.

Og nú á síðustu árum hefur verið gífurleg undiralda meðal ungs fólks á móti trú og kirkju yfirleitt. 

Sú undiralda er í netheimum kannski lítt kunn kirkjustjórninni.  

Við höfum þurft að útskýra að Kirkjan sé mörgum sá staðfasti klettur tilverunnar sem fólk geti reitt sig á hvernig sem veröldin annars velti. 

Þurft að útskýra gríðarlegt starf Kirkjunnar sem unnið er í kyrrþei og að hún sé mannfélag ekkert síður en trúfélag, undirstaða og vörsluaðili þeirra siðferðisgilda sem hefja gott mannfélag yfir skynlausar skepnur. 

Þannig að þó menn kjósi að trúa litlu eða engu sé Kirkjan samt sem áður fulltrúi mennskunar og siðferðis. 

Þungur hefur þessi róður verið á sama tíma og örfáir klerkar og biskupar hafa verið uppistaða í fjölda Spaugstofuþátta og Kirkan lengst af þess ómegnug að taka á málum sínum af myndugleik. 

Fullkominn trúnaðarbrestur er nú á milli okkar almúgans í landinu og biskupsins okkar.  

Biskupinn hefur valdið yfirgengilegu hneyksli þegar hann í raun rengir allt það fólk sem ber Ólafi Skúlasyni ekki vel söguna.

Skrúðmælgi, værðarvoð og orðhengilsháttur breyta engu þar um.   


mbl.is Afsökunarbeiðni kirkjuráðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Ekki bara höfuðið heldur allan líkamann".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband