24.8.2010 | 14:46
Athugasemd inn á blogg sr. Þórhalls Heimissonar.
Set hérna til minnis athugasemd er ég skrifaði inn á blogg sr. Þórhalls Heimssonar:
"...Allt er það rétt hjá þér sr. Þórhallur.
Við sem erum ekkert að fara úr Þjóðkirkjunni deilum þessari skoðun að hana eigi að aðlaga að kröfum samtímans ekki hlaupast á brott.
En prestar standa fast á því að það sé hlutverk kirkjuhöfðingjans biskupsins að halda uppi vörnum og svörum fyrir hönd kirkjunnar.
Þið kusuð yfir ykkur erfðagóss sem ekki er þekktur fyrir að taka á neinum málum nema tilneyddur.
Og ef sá hinn sami hefur ekki hreinan skjöld þá hentar honum betur að sitja í svölum skugganum en heitum ljóskösturum í sjónvarpssal.
Höfuð kirkjunnar er í fullkominni afneitun og man atburði eins og best hentar.
Það sást best í síðustu yfirlýsingu hans þar sem hann vildi að atburðir hefðu verið á annan veg en þeir voru.
Þurfti svo að leiðrétta næsta dag. Í Kastljósti sáu allir hvernig biskup engdist eins og ormur á öngli.
Stamaði, hikstaði og tafsaði eins og þeir einir er ekki hafa hreinan skjöld.
Kirkjuráð þarf að koma biskupi í skilning um að hann hefur rúið sig öllu trausti..."
Viggó Jörgensson, 24.8.2010 kl. 14:23
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó allir segi sig úr þjóðkirkjunni þá ætlar Karl að sitja á biskupsstóli - hann er ekki bara rúinn öllu trausti - líka allri dómgreind.
Benedikta E, 24.8.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.