7.8.2010 | 13:29
Obama ætlar að gefa Talibönum sigurinn.
Talibanar eru einhverjir verstu trúarofstækismenn samtímans.
Þeir ráku konur út úr skólum, út af vinnumarkaðnum og sviptu þær öllum mannréttindum.
Færðu samfélagið í Afganistan aftur á myrkustu miðaldir.
Barnungar dætur eru giftar út afgömlum barnaníðingum.
Þá hafa þær þegar verið umskornar - það viðbjóðslegasta sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur í samtímanum.
Talibanar og skoðanabræður þeirra í norðurhluta Pakistans eru hreinlega ógnun við frelsi mannsins í heiminum.
Þarna er meinsemd sem þarf að lækna úr mannfélagi heimsins. Þar eiga menn eins og Osama Bin Laden skjól.
Obama forseti BNA ætlar hins vegar að hlaupa burt frá Afganistan á næsta ári og leyfa þessum siðblindu Talibönum að eignast eigið ríki.
Fari svo eiga Bandaríkjamenn og heimurinn allur eftir að súpa seyðið af því.
Flest hinna myrtu voru læknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Athugasemdir
Þegar rússar voru í afganistan voru talibanarnir taldir frelsishetjur hér á vesturlöndum.
http://www.youtube.com/watch?v=FKlHa-J1vIQ&feature=related
Reagan líkti þeim meirra seigja við feður bandaríkjanna.
palli (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 13:48
Var það eftir að Reagan var kominn með lokastig af Alsheimer?
Blessaður kallinn var með medium Alla þegar hann kom hér á Höfða fundinn.
Ef Steingrímur Hermannsson spurði karlinn að einhverju, þá tók Reagan alltaf upp sama miðann úr brjóstvasanum og las sama svarið fyrir Steingrím.
Skipti þá engu um hvað Steingrímur var að spyrja - alltaf sama svarið við öllum spurningum.
Reagan var með 7 ræðuskrifara, þar af 3 í bröndurum.
Við brottför sagði hann hermönnum sínum á Keflavíkurflugvelli brandarann um manninn sem hafði læst bíllyklanna inni í bílnum.
Hann þurfti að komast inn til að setja upp blæjuna áður en færi að rigna.
Viggó Jörgensson, 8.8.2010 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.