26.7.2010 | 23:02
Stríðið er tapað nú þegar. Talibanar þurfa bara að bíða rólegir.
Bandaríski herinn veit mætavel að stríðið í Afganistan er tapað, nema stefnubreyting verði.
Hluti af kosningabaráttu Obama gekk út á að lækka útgjöld til hernaðar.
Þegar fjögurra stjörnu hershöfðinginn Stanley McChrystal fórnaði sér á dögunum var það síðasta neyðarkall hersins til Obama stjórnarinnar.
Obama og stjórn hans hafa nú síðasta tækifæri til að breyta um kúrs hafi þeir minnsta áhuga á því.
Að öðrum kosti taka Talibanar við völdum í Afganistan á næsta ári.
Stríðið gæti tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
Obama vill frið og réttlæti, en það er ekki í valdi eins mans að breyta viðhorfum í heiminum! Mannkynið þarf allt að standa saman um þær breytingar með sínum siðferðisþroska. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 00:16
Talíbanar eru mestu kvennakúgarar samtímans.
Ekki friður og réttlæti þeirra megin.
Viggó Jörgensson, 28.7.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.