Sama gildir um húsnæðislán - jafnræði?

Þetta er að verða verra klúður en kreppan sjálf.

Auðvitað gildir það sama um húsnæðislánin. 

Þola bankarnir það?

Eða fá skattgreiðendur þetta líka í hausinn?

Og alveg sérstaklega þeir sem hafa verðtryggðu lánin.

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir þá svo að jafnræðis sé gætt? 


mbl.is Meiriháttar áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Auðvitað þarf að a) láta það sama ganga yfir önnur lán eins og íbúðarlánin b) vinda ofan af hinni fáránlegu verðtryggingu.

Hvað er fáránlegt við hana spyr maður sig? Aðalatriðið í mínum huga er að bankarnir hafa í dag engan hvata til að stuðla að minni verðbólgu með því að skálda minni peninga á reikningum sínum. Ef þeir yrðu bitnir af verðbólgunni eins og venjulegt fólk, þá mundi sjálkrafa skapast aðhald. Þetta er einfaldlega spurning um framboð og eftirspurn - Draga þarf úr framboði bankanna á lánum og peningum sem ekki er innistæða fyrir með því að draga úr eftirspurninni innan bankanna. Þetta hljómar kannski einkennilega en er sannleikanum samkvæmt. Hversvegna ættu þeir ekki að stuðla að verðbólgu í dag með peningaprentun þ.s. þeir skaðast ekki af því?

Verðtryggingin er arfleifð úreltra viðhorfa til peninga samspili þeirra og þjóðfélagsins sem í þá daga byggðist á gengisfellingu til að auka aflaverðmæti.

Kominn er tími til að breyta þessu og þótt fyrr hefði mátt vera.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.6.2010 kl. 17:28

2 identicon

"...Enda þótt lögin kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlenda gjaldmiðla....Óhjákvæmilegt er að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna..." -Þetta er úr niðurstöðu Hæstaréttar.

Hæstiréttur telur að löggjafinn hafi ætlað að banna þetta og þó svo hann hafi ekki beinlínis gert það þá sé réttara að fara eftir ætluðum vilja löggjafans frekar en lögunum sjálfum.  Jafnvel þó svo að löggjafinn hafi haft 9 ár til að laga lögin hafi þau ekki virkað eins og hann ætlaðist til. Það er ekki þannig að það hafi verið eitthvað leyndarmál hvernig lán var verið að bjóða. Og ég efast ekkert um það að margir þeirra sem settu lögin hafa fengið svona lán og vissu fullvel hvernig lögin þeirra voru að virka. Margir þeirra sem áttu að sjá um eftirlit og rétta framkvæmd laganna sömu leiðis.

Hverju á að fara eftir ef ætlaður vilji löggjafans er rétthærri en lögin sem hann setur?

Ætli bankarnir fái sér ekki alvöru lögfræðinga til að reka sín mál. Þetta er bara byrjunin.

sigkja (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband