Alls engin verðtrygging?!?!

Ef skilmálar skuldabréfanna sögðu til um verðtryggingu skv. erlendu gengi.

Og að það hafi verið óheimilt og ógilt frá upphafi.

Þá er næsta spurning hvort skuldin sé ekkert verðtryggð yfirhöfuð.

Að eigandi skuldarinnar fái aðeins þá lágu vexti sem skuldabréfið tilgreinir auk höfuðstóls.

Svo virðist sem að lánveitendum sé ekkert skjól í því að skuldabréfið sjálft tilgreini lánsfjárhæð í erlendri mynt. 

Þar virðist verða fátt um varnir varðandi þau lán sem almenningur fékk. 

Hæstiréttur lítur til fylgigagna lánanna, þar sem allt er tilgreint í íslenskum krónum.

Það á við bæði greiðsluáætlanir, greiðsluseðla og útborgun lánanna og kostnað.

Þar með liggji ljóst fyrir að um lán í íslenskum krónum sé að ræða og óheimilt hafi verið að verðtryggja slík lán með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla.

Gangi dómurinn yfir línuna og eigi þá einnig við um húsnæðislán, og engin verðtrygging

þá eru bankarnir komnir á vonarvöl í annað sinn á tveimur árum!?!?.  


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband