7.6.2010 | 22:02
Már tók ákvörðunina sjálfur?!?! Versnar daglega.
Frú Jóhanna sagði berum orðum í Kastljósi
að Ragnhildur ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins,
hefði sent launatillögu Láru bankaráðsformanns
beint til umsækjandans Más.
Ef það var eitthvað sem Jóhanna hefði átt þykjast ekki vita, þá var það þetta.
Forsætisráðherravaldið var sent til umsækjandans sjálfs.
Þetta hlýtur að vera mesta stjórnsýsluklúðrið í sögu lýðveldisins.
Svona fallega sagði okkur þetta forsætisráðherra hins óspillta Íslands.
Það var auðheyrt að konan gerði sér ekki minnstu grein fyrir hvað hún var að upplýsa.
Mál sem ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis lýðveldisins Íslands átti að senda forsætisráðherra landsins til ákvörðunar -
var sent til algerlega óviðkomandi aðila utan stjórnsýslunnar - einum af umsækjendum um stöðu Seðlabankastjóra.
Og forsætisráðherrann veit af þessu og segir bara frá þessu eins og eðlilegum hlut.
Megi herskarar himnanna varðveita okkur.
-----------------------------------------------
Á morgun verður svo gaman í kíkja á lög um ráðherraábyrgð og lög um Landsdóm.Pólitískt áhlaup á mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2010 kl. 00:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.