1.6.2010 | 22:38
Er Ólafur ekki leikari?
Marga góða og glæsilega hæfileika hefur forseti vor hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Leiklistarhæfileikar hafa þó ætið borið þar af öðrum.
Mér finnst leikskáldið því vera heldur ósanngjarnt við starfsbróður sinn Ólaf, einn okkar albesta leikara.
En ef ekki, þá mætti kannski hóa í frú Vigdísi Finnbogadóttur til að leysa málið.
Hún var jú líka í leiklistinni í miðbæ Reykjavíkur með Ólafi.
Frú Vigdís í Iðnó og hr. Ólafur á Alþingi. Stutt þar frá var Davíð Oddson skáld og rithöfundur.
Er ekki málið leyst?
Já og svo má ekki gleyma Dorrit, hún hefur gott vit á list og menningu.
Auður Laxness og ýmsir ef eldri leikstjórum okkar og leikurum.
Ósáttur við forsetann sem verndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2010 kl. 01:12 | Facebook
Athugasemdir
Flott samantekt... Gæti orðið leikrit sem gaman væri að horfa á með poppcorni! Mér finnst best poppcorn ef það smá saltað...mér finns vænt um forsetann, og mér alveg sama hvað hann hefur gert af sér einhverntíma. Forsetinn er fínn eins og hann er núna...
Óskar Arnórsson, 1.6.2010 kl. 23:53
ég er listamaður af holdi og blóði. Fyrir íslendinga. Er það svona ofboðslega fyndið. Leitið í hjarta ykkar, drengir. Ég er málsvari Íslands og íslendinga. Tala ykkar máli. Ekki vera tittlingar. Ég nenni því ekki. Þetta er fokkt upp staða. Ekki gera lítið úr leiklistarfólkinu okkar með svona retorík.
Jón Atli Jónasson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 00:22
Ég er líka að meina það í alvöru að frú Vigdís verði verndarinn og finnst það vel við hæfi.
Viggó Jörgensson, 2.6.2010 kl. 01:14
Það er merkilegt með málsvara þjóðarinnar hvað þeir eru oft á öðru máli en þjóðin !!
Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 01:42
...gott a' við eru ekki þjóðin..
Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.