Af því að fleiri eru farnir í skóla - þetta er röng mynd hjá Steingrími.

5,5% fjölgun í háskólunum árið 2009.

19 þúsund manns í háskóla eða fleiri en nokkru sinni fyrr.  Um 30 þúsund í framhaldsskóla. 

Atvinnulausir sem skella sér aftur í skóla eru ekki lengur á atvinnuleysisskrá eða fara aldrei í þá skrá.

Eins og venjulega flaggar Steingrímur frekar röngu tré en öngvu. 

Vegna tekjuminnkunar almennings hefur viðskiptajöfnuður við útlönd einnig lagast. 

Af sömu ástæðu hefur verðbólga og vextir farið niður. 

Ríkisstjórnin á engan þátt í neinu af þessu. 

Þar situr liðið og dinglar löppunum í ráðherrastólunum.  Nema Ragna og Gylfi.


mbl.is Atvinnuleysi undir 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Einnig hefur óhemjumikið af ungu og efnilegu fólki flúið land ríkisstjórnin getur þakkað sér stóran hluta af heiðrinum af því

Hreinn Sigurðsson, 31.5.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband