30.5.2010 | 15:16
Mest atvinnuleysi í Reykjavík - vantraust á ríkisstjórnina.
Um 70% Reykvíkinga eru ánægð með Hönnu Birnu.
Gott gengi Besta flokksins og fylgistap R og V lista eru því frekar skilaboð til ríkisstjórnarinnar.
Í Reykjavík er atvinnuleysið mest og ástandið verra en víðast hvar úti á landi.
Þau Jóhanna og Steingrímur eru að gera sitt besta.
Það er bara einfaldlega ekki nógu gott.
Hver lætur kjötskurðarmann skera sig upp?
Eftir eitt og hálft ár er þjóðinni ljóst að Jóhanna og Steingrímur eiga að víkja.
Steingrímur heldur hæfu fólki viljandi frá.
Það er hægt að treysta Ögmundi og Lilju Mósesdóttur.
Lilja er 10 sinnum hæfari til að vera forsætisráðherra eða fjármálaráðherra en Jóhanna eða Steingrímur.
Hagsmunir þjóðarinnar eru ekki í fyrirrúmi heldur persónulegur metnaður þeirra icesave hjúa.
Þau Steingrímur og Jóhanna hafa aldrei verið samstarfshæf út af persónulegum metnaði.
Steingrímur eyðilagði draum vinstri manna um einingu þegar hann gat ekki gengið í Samfylkinguna.
Hann stofnaði frekar VG utan um sjálfan sig.
Jóhanna kom jafnaðarmönnum frá völdum árið 1995 og hleypti framsókn í ríkisstjórn.
Hún var ósamstarfshæf og klauf Alþýðuflokkinn og stofnaði Þjóðvaka utan um sjálfa sig.
Svona fólk getur aldrei látið annað ráða en eigin metnað og sér ekki eigið hæfileikaleysi.
Getur ekki stigið til hliðar og hleypt hæfasta fólkinu að.
15 til 18 þúsund manns eru atvinnulausir og 30% heimila eru í þrengingum.
Þess vegna hefur viðskiptajöfnuður lagast og verðbólga farið niður.
Steingrímur reyndi að þakka ríkisstjórninni þennan "árangur".
Sem sýnir annað hvort að hann hefur ekkert vit á efnahagsmálum eða er sjúklegur lygari.
Eða bæði?
Hvað reyndu þau Jóhanna og Steingrímur oft að ljúga icesave upp á þjóðina með öllum ráðum?
Eftir að 93% sáu í gegnum þann lygavef áttu þau auðvitað að skilja að þeirra tími var búinn.
Ef þau skilja eitthvað?
Mætti á margar möppumessur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.