Enginn borgarstjóri eða margir? Atvinnustjórnmálamaðurinn dáinn?

Eftir að hafa horft á borgarfulltrúa í sjónvarpinu líður mér betur.

Jón Gnarr er byrjaður að tjá sig og ætlar að taka verkefni sitt alvarlega.

Jón Gnarr er hvorki hæfari eða óhæfari til að vera borgarfulltrúi en aðrir borgarbúar.

Fólkið í besta flokknum hefur sína upplifun af því að vera borgarbúi og er jafnvel jarðtengdara en atvinnustjórnmálamennirnir sem sumir búa ekki í borginni. 

Einstaka borgarfulltrúar lifa í vernduðu umhverfi og eru ekki fulltrúar venjulegs fólks.  

Spurningin er líka hvort sprenging á hinum nokkuð lokaða heimi stjórnmálanna þýði endaloki atvinnustjórnmálamanna.  

Hámarks átta ára seta í forsetaembætti í Bandaríkjunum er góð regla. 

Þeir sem hana sömdu töldu að eftir þann tíma gæti valdið spillt. 

Kannski ættum við að taka þessa reglu upp á öllum sviðum? 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er ekki nógu þroskað ríki til að samþykkja svoleiðis breytingar.

Elvar (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband