Slasaður þingvörður - einhver er ábyrgur fyrir því.

Tveir af núverandi ráðherrum VG stjórnuðu að einhverju leyti þessu áhlaupi á Alþingi.

Slíkt áhlaup inn í löggjafarþingið er forstig byltingartilraunar eða byltingar.  

Útilokað er að slíkt sé refsilaust.  Ef ekki þá verður hér hver byltingartilraunin af annarri. 

Þeir sem voru fyrir utan Alþingishúsið voru aðeins að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla.

Að ráðast á Alþingi að störfum er hins vegar glæpur.  Að ráðast líka á dómstólanna er ekki til málsbóta.

 

A. m. k. einn starfsmaður þingsins varð fyrir talsverðum meiðslum. 

Það gengur ekki upp í vestrænu réttarríki að kommúnistar reyni að fremja byltingu og enginn sé ábyrgur. 

Það gengur heldur ekki upp að fólk megi átölulaust slasa annað fólk.  Annað hvort refsing eða skaðabótaskylda hlýtur að koma til. 

Alþingi getur ekki afsalað bótarétti starfsmannsins.   


mbl.is Átök í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„að gengur ekki upp í vestrænu réttarríki að kommúnistar reyni að fremja byltingu og enginn sé ábyrgur.“

hefurðu staðfesta tölfræði yfir hve margir mótmælenda voru kommúnistar, hve margir anarkistar, hve margir græningjar, hve margir kapítalistar og hve margir féllu utan hins hefðbundna stjórnmálalitrófs?

eða á reglan aðeins um kommúnista og allir aðrir megi haga sér að vild?

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vitanlega átti tilvitnunin að hefjast á stafnum „Þ“ sem lét sig vanta.

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2010 kl. 20:38

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Um tölfræðina veit ég ekkert.

Veit bara að af þeim sem þú nefnir voru kommúnistar að stjórna þarna. 

Þeir sem ég þekki og voru á Austurvelli sáu og heyrðu Svandísi Svavarsdóttur,

þá borgarfulltrúa, vera að stjórna þarna aðgerðum. 

Kommúnistar hafa alltaf haft að markmiði að steypa stjórnum vestrænna kaptalistaríkja og koma á ráðstjórnarríki. 

Þetta fólk trúir á þetta, í alvöru, í sínum barnaskap.  Þetta fólk er hættulegt lýðræðinu og frelsinu.

Sagan endurtekur sig.   Hvað sagði systir Castró í vetur?  Jú að hann hefði svikið allt.  Það eru aðeins 50 ár síðan.

Viggó Jörgensson, 12.5.2010 kl. 23:32

4 identicon

Viggó: "Kommúnistar hafa alltaf haft að markmiði að steypa stjórnum vestrænna kaptalistaríkja og koma á ráðstjórnarríki. Þetta fólk trúir á þetta, í alvöru, í sínum barnaskap.  Þetta fólk er hættulegt lýðræðinu og frelsinu."

Mér þætti gaman að fá eitthver rök sem styðja þessu glæfralegu alhæfingar þínar......

vestrænn kapitalismi er eins og borðspilið monopoly......jú spilið sem aðeins einn vinnur .... alla peninga og eignir.....   

En þetta spil er búið að vera í gangi í u.þ.b. 200 ár og eru til menn sem eiga allt en spilið er engu að síður í gangi.......2000 kallinn sem þú færð fyrir að fara yfir byrjunarreit fer í leigu þessara örfáu leikmannamanna ár eftir ár því þeir eiga alla reitina.......     

Kapitalismi gengur út frá þeirri aðferðafræði að taka sem mest og gefa sem minnst..... mismunurinn er ekki tittlaður græðgi heldur gróði !!!!!.....ef þú horfir yfir heildina sérðu að dæmið gengur ekki upp og við jarðarbúar sem heild þróumst aftur á bak en tæknin áfram...... en eflaust finnst þér það bara allt í góðu enda hefur vestræn menning kennt þér að vera drullu sama svo lengi að þú sért ekki að blæða

Hvenær ættla menn eins og þú að hætta að draga fram hryllingsögur af gömlum kommúnista til að réttlæta það að búa í þröngsýni og afneitun eins og núverandi kerfi virkar......nefni menn kerfisgalla og jafnvel komi með hugmynd af öðru kerfi eru þeir skotnir niður af mönnum eins og þér.... nú á þeirri upplýsinga og tækni-öld er auðveldlega hægt að búa til réttlátt og gegnsætt miðstjórnarkerfi sem gæti þjónað öllum í stað þeirra fáu sem það nú gegnir.... og bara til að nefna dæmi... Lögfræðingar?????   Lög eru samin af lögfræðingum en ávallt eru þau eru óskýr...... aðeins fyrir aðra lögfræðinga til að túlka....  Skoðanir og ástríður þessara manna eru falar fyrir peninga og eru leikrænir hæfileikar meðmæli í starfi..... að það sé til betri lögfræðingar en aðrir er ansi skondið því allir vinna með sama ramman.....

Kapitalismi hefur alltaf haft að markmiði að steypa stjórnum vestrænna ríkja í eitt mót og koma á goggunarlýðræði sem þókknast útvöldum betur en meirihlutanum...

Þetta fólk trúir á þetta, í alvöru, í sínum barnaskap.  Þetta fólk er hættulegt lýðræðinu og frelsinu.

Gunnar H (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 04:22

5 identicon

Ég er einn hinna ákærðu og ekki er ég kommúnisti. Heldur lítillækkaði ég mig ekki og mína sjálfsvirðingu með því að vera stjórnað af tveimur krötum, þeim vinstri grænu ráðherrum sem þú ert að tala um.

Nei, þú veist bara ekkert um hvað þú ert að tala vinurinn. 

Snorri Páll (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:17

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Snorri Páll.

Auðvitað eru ekki allir ákærðir kommúnistar og kannski enginn þeirra.  

Það breytir engu um það að ungliðar í VG og ýmsir framámenn þar voru framarlega í flokki á Austurvelli. 

Fólk sem trúði á alheimsbyltingu kommúnista frá blautu barnsbeini.  

Gangi þér vel í málarekstrinum.  

Viggó Jörgensson, 13.5.2010 kl. 18:17

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Gunnar. 

I.                    

Þú getur lesið söguna.   

Comintern fyrsta Alþjóðasamband kommúnista var stofnað af Karli Marx árið 1864, það næsta var stofnað árið 1889. 

Þriðja Alþjóðasamband kommúnista var stofnað af Sovéska komúnistaflokknum árið 1919.  

Þar var allan tímann yfirlýst stefna að fremja byltingu í löndum kapitalista.   Þeir lögðu undir sig Rússland og öll löndin austan járntjalds í andstöðu við íbúanna.  Þar á eftir reyndu þeir að troða kommúnisma upp á ýmsar þjóðir í Suður Ameríku og víðar um heim.   

Árið 1959 hrifsaði Castró völdin á Kúbu í byltingu. Þetta var og er hættulegt fólk.  Ég hef komið til Kúbu og séð "lífskjörin" þar.  

Bylting hérlendis var á stefnuskrá Íslenska kommúnistaflokksins og var hann  undir stjórn Comintern.  Fóru menn héðan skipulega austur um, til að fá línuna og peninga.

Seinna reyndu íslenskir kommar að þvo byltingarmarkmiðið af sér og lædduðst inn í Sósíalistaflokk er síðar umbreyttist í Alþýðubandalagið og loks í Vinstri Græna.  

Hörðum byltingarkommúnistum eins og Steingrími J., Svavari og Indriða fer sem betur fer fækkandi. 

Engu að síður blundar í þeim æskudraumurinn um "betra" þjóðfélag undir merkjum kommúnisma eða sósíalisma.

Eins og í öðrum hreyfingum eru flestir fylgismenn nytsamir velviljaðir sakleysingjar. 

Það slæma er að þeir sem vilja TROÐA einhverjum „hollum“ boðskap upp á aðra eru yfirleitt siðblindir og telja að tilgangurinn helgi meðalið.

Sjáðu Stalín.  Mesti fjöldamorðingi sögunnar.  Hann drap sitt eigið fólk.   

Kapítalisminn er verulega gallaður í öllu sínu taumlausa frelsi.  Hann hefur hins vegar reynst betur en sósalisminn.  

Þar blasa staðreyndirnar við og þýðir ekki að þræta um, hvar lífskjör almennings eru best í heiminum. 

                                                                       II.

Ég er reyndar sammála þér í grunninn.  Mikið væri gaman að heimurinn gæti batnað og lífskjör jafnast. 

Það má ekki gefast upp en markmiðin verða að vera raunhæf.    

Mannskepnan er hins vegar allt of gölluð til að einhver stórvægileg breyting sé fyrirsjáanleg.  

Hinir siðblindu fara aldrei eftir neinum reglum, taumlaus sjálfselska þeirra og græðgi er aðalvandamálið.  

Hinir siðblindu hafa yfirleitt verið duglegastir að eyðileggja hugarstefnurnar í framkvæmd. 

Hvort sem það var Stalín sem lagði stórt til að eyðileggja kommúnisman eða verðbréfabraskarar frjálshyggjuna.

Sjáðu hvað siðblindir níðingar eru að eyðileggja fyrir kirkjunni. 

                                                                       III.

Við Íslendingar erum með undirmálsfólk í forystu á flestum sviðum. 

Fólk sem vill vel en getur ekki.  Sjáðu Jóhönnu og Steingrím. Þau geta ekkert nema rífast og rífa kjaft.  Steingrímur eyðilagði samheldni vinstri manna þegar hann vildi ekki ganga í Samfylkingun og stofnaði VG.   Til að fela kommúnismann skreytti hann sig með náttúruvernd og femínisma.  Hann er ekki femínisti frekar en páfinn. 

Eða Jóhanna.  Hún eyðilagði Viðeyjarstjórnina með stöðugu rifildi við Jón Baldvin.  Klauf svo flokkinn og kom framsóknarflokknum til valda.   Þvílík vandræðaskepna í samstarfi er ekki til í stjórnmálum.   Núverandi stjórn er alveg að springa út af yfirgangi Jóhönnu.    

Þetta hefur alltaf verið aðalvandamál vinstra og miðju fólks.  Snarvitlaust fólk í forystu. 

Hæfa fólkið eins og Jón Sigurðsson krati og hagfræðingur hrökklast burt.  Hann hefði getað   sett hér upp velferðarþjóðfélag eftir sænska módelinu.  Ekki fyllibytta, greindur og vel menntaður.  Jón hætti í pólitík dasaður eftir samstarfið við Jóhönnu. 

Hér gerist ekkert af viti fyrr en Íslendingar hætta að senda undirmálsfólk á þing.

Viggó Jörgensson, 13.5.2010 kl. 20:05

8 identicon

Málefnaleg rök... ég virði það.

Þú ert greinilega vel lesinn en mig grunar að þú hafir aðeins lesið það sem

USA og Evrópa hafa ritskoðað og hagrætt og kennt í skólum sem heilagur

sannleikur..... þú tekur stalín sem dæmi en gleymir George W.Bush & gang

stóðu bak við 9/11 og þykir mér með ólýkindum er ekkert tekið á því?????

Fær bara að lyggja í þögnini....

Eitt þykir mér líka sérstakt að þú gagnrýnir bara annan hópinn (sem þú

væntanlega og mjög sennilega tilheyrir ekki) og þú veist að þegar allir í

þessum skrípaleik sem við köllum flokks pólitik (sem mér virðist líkjast

mest, framhaldskólavilsælda keppni með hlunnindum) þar sem allir segjast

geta bjargað heiminum og spara menn ekki stóru orðinn og yfirlýsingarnar

gæla við drauminn manns um gott og heiðarlegt samfélag og hlómar of gott

til að vera satt... sem jú er síðan alltaf staðreindin....og eftir 4 ár eru

menn svo aftur farnir að mjálma utan í manni og bjóða manní í party ,pulsur

eða hoppukastala.....Hvar voru þeir s.l. 4. ár allaveganna ekki að banka

upp á hjá manni eins og í gær og sýna manni og mínum málum ofsalega athyggli og skilning

og er það vandræðanlegt að þeir virðast ekki fatta hvað þeir eru

smjaðurlegir....þeir eru eins og 17ára stelpa að vinna fyrirvinnuna í að

spurja pabba sinn um sl 500 benzinn lánaðann á bíladaga á Akureyri.... svo

augljóst er það nú bara..

Maðurinn bjó til núverandi stjórnkerfi en síðan er okkur kennt að bera

virðingu og umburðarlyndi til þess eins og það sé bara óviðráðanlegur

hlutur eins og náttúruöfl.... Gæti einhver útskýrt eftirfarandi .... og

hvernig eða hvort það virkilega þjónar okkur.....

Stýrivextir?

Af hverju er mestnotaða verkfærið mannsinns "peningar" og stofnanir sem þeim tilheyra í einkaeigu????.....Ættu þeir ekki vera í umsjá ríkis (okkar) og gera okkur öll rík í stað örfá.....væru þá vextir náuðsinlegir?ef lán er greitt vaxtalaust til ríkisins og fór lánið í að koma upp fyrirtæki sem að borgar skatt og ríkið tapar sem sagt ekki neitt á láni en græðir samt helling til lengri tíma.

Verðbætur? Fann það einhver í ceerios-pakka?

Þarf að breyta orð/hugtak :Ábyrgð í næstu prentun á íslensku alfræði orðabókini??? ef ekki ... Afhverju???

Af hverju er tannlæknaþjónusta og reindar bara allt sem tengist

munnhol ekki niðurgreitt af tryggingastofnun? Fólk sem er svo óheppið að

fæðast ekki með colgate-smile og silfurskeið finnst ekki jafn gaman að sjá

tannsa og hann það..

tafir og seinagangur opinbera aðila valda oft fyrrningu dómsmála þegar oft óumdeilanleg lögbrot hafa verið framin...

....hvernig er þetta hægt?

Af hverju er missamræmi á gengi krónunar úti og hér heima ????? Er

seðlabankinn að borga með krónuni????? eru nýtilkomnar vaxtaálögunar að

fara í að niðurgreiða peninga???

Af hverju má bara einkarekni seðlabanki U.S. búa til peninga úr engu og

lána ríkjum þessa loftpeninga og það með vöxtum????.....

af hverju er kirkjan ríkisrekinn og undanþeginn skatti?

Varnarmálaráðuneyti?til hvers?

Alþingismenn fá 4 mán sumarfrí og 2. mán jólafrí en á launum allt árið.....

og mér var sagt að þessi regla um svo löng frí er eld-gömul og var til þess

að þingmenn gætu farið í sína heimasveit ríðandi á hestum og sinna

heyskap.... er þetta satt? og ef svo er .... er ekki kominn tími á að

breyta því?

Eru Alþingismenn með stimpilklukku og get ég fylgds með viðveru þeirra ??

Er hægt að segja upp Alþingismanni fyrir vanræksu í starfi eða vegna

mikillar fjarveru? eða eru 63 órekandi trúnaðarmenn á einum vinnustað..?

Fara embættismenn fyrr á eftirlaun???? af hverju???

og svo í lokinn ..... eru alþingismenn og lögreglumenn í vinnu hjá mér?....

eða er það öfugt???..... oft mjög erfitt að dæma.

Svona mætti lengi telja um bullið sem viðgengst og fjórflokkurinn þrífst og

dafnar þar eins og cannabisplanta undir gróðurhúsalampa

En ég er nú ungur enn og verð sennilega alltaf undrandi á hve lítið ég

veit.. en ég hef allavega enn trú um að það sé ekki eins erfitt og margir

vilji meina að kippa til að byrja með óteljandi hlutum í lag í hið snarasta

og (Bara sko í dag) svo verði ísland rekið sem fjölskylda/fyrirtæki og við virkjum mannauðinn og

auðlindir og skifting arðs jöfn og það er minna mál enn allir halda að koma

á hér ótópíu sem hefur aldrey sést vegna græðgi kirkju, kónga, banka, og

pólitíkusa..... Við erum fámenari en starfsmenn Wolfsvagen verksmiðjunar í

Germany og við með allt þetta dót og þekkingu verður þetta lítið mál

Gunnar H (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 08:19

9 identicon

„Að ráðast á Alþingi að störfum er hins vegar glæpur“

Hvernig réðist þetta fólk að Alþingi að störfum þannig að þau eigi skilið að sitja í fangelsi í 16 ár?

Þingvörður slasaðist við að varna þeim inngöngu að OPNUM þingsal, enginn mótmælendanna sýndi neitt ofbeldi að fyrra bragði heldur voru hróp og köll höfð í frammi.

Ps. kommúnistatuð er þetta í þér. Þetta er einfeldningsleg hugmynd, að kommúnistar séu að plotta byltingu. Hvar ert þú búinn að búa? Í helli?

Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband