Gera beinan veg um undirgöng frá slökkvistöð út á flugbraut.

Út í hött er það að tveir menn dugi í slökkviliði þegar um flugumferð stærri flugvéla er að ræða. 

Hins vegar er aðalslökkvistöð höfuðborgarsvæðisins þarna rétt hjá og það ber að nýta. 

Sjálfsagt er að hagræða og samnýta búnað og mannskap.  

Það þarf hins vegar beina vegtengingu frá Slökkvistöðinni í Skógarhlíð rakleiðis út á flugbraut 06 og þá er málinu reddað. 

Þá gætu tveir verið á öflugum byssudælubíl út við braut en liðsauki kæmi á mínútunni, ef slys bæri að höndum.  

Keflavíkurslökkvilið Pattons miðaði við að byssudælubíll væri búinn að leggja léttvatns- eða froðuteppi yfir flugvélina innan tveggja mínútna. 

Tækist það ekki væri hægt að sitja kyrr við spil á stöðinni.      

 

 


mbl.is Hótar að loka Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi telja það ódýrara og hagkvæmara að flytja slökkvistöðina út á flugvöll. Hún er raunar á ómögulegum stað þarna í skógarhlíðinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Evert S

viðbúnaður á velli miðast við vélar í áætlun, og ef stærri vélar koma sém þurfa meiri viðbúnað sé hægt að kalla til aðstoð innan ákveðins tíma, stærstu vélarnar í átælun á BIRK eru innanladsflugið. og er viðbúnaðurinn bundinn við það.

Evert S, 25.3.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Evert S

þess má geta að ef stærri vélar koma inn til lendingar, þá gerist það alltaf með slíkum fyrir vara að hægt er að kalla út bæði slökkvilið og björgunarsveitir(almennaviðbragðsaðila

Evert S, 25.3.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Steinar.

Hjartanlega sammála þér að stöðin ætti að vera við flugvöllinn.  Þar gætu bílarnir ekið beint inn á Miklubraut í aðra áttina en út á flugbrautirnar í hina áttina.  Núverandi staðsetning er miðuð við gamla Hafnafjarðarveginn. 

Á ekki von á að peningar séu til fyrir nýrri stöð.  Hef ekki lagst yfir það hvað fæst fyrir lóðina í Skógarhlíð miðað við að byggja mætti þar stórhýsi.  Slík hús vantar heldur ekki á markað.

Slökkviliðsbyggingin sjálf er nokkuð sérhæfð bygging og nýtist takmarkað sem slík og verðið þá einnig.  Deiliskipulag takmarkar hugsanlega hvað má vera þarna. 

Framtíðin er hins vegar klárlega að einungis verði eitt slökkvilið þarna á svæðinu.  

Viggó Jörgensson, 26.3.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Evert S.

Já já.  Ég vann þarna á flugvellinum í gamla daga og fór í nokkrar heimsóknir til þeirra upp á Keflavíkurflugvelli.  

Þá sögðu menn að slökkva yrði eld í flugvél innan tveggja mínútna. 

Þess vegna var alltaf bíll út á braut í Keflavík við allar lendingar og flugtök. 

Á brautarbílnum er auðvitað nægilegt að séu tveir menn.  Annar að keyra og hinn að sprauta.  

En þá verða hinir að gera komið á næstu mínútum eftir það.     

Fokkerarnir eru með um fimmtíu manns innanborð í venjulegu innanlandsflugi.   

Ef aðstoða þarf slíkan fjölda í skyndi, þarf augljóslega nokkru fleiri en tvo slökkviliðsmenn, þó allir séu þeir garpar.  

Viggó Jörgensson, 26.3.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband