8.3.2010 | 13:02
Sitji Steingrímur áfram, geta þeir séð hér allt í klessu eftir nokkur ár. 5% bjánar?
Við vorum ein ríkasta þjóð í heimi fyrir hrun.
Aldrei samþykkti Alþingi eða Íslendingar ábyrgð á icesave og við erum ekki byrjuð að borga.
Hérlendis eiga tugþúsundir um sárt að binda þó að hollenskir blaðamenn hafi ekki séð þess merki úti á götu.
Vilja erlendir blaðamenn sjá hér ástand eins og í Rúmeníu?
Þá verða þeir að koma aftur ef Steingrímur nær að sitja út kjörtímabilið. Þá yrði hér allt í kaldakoli.
Sem betur fer er það ólíklegt.
93% kjósenda styðja ekki Steingrím og Jóhönnu í þeirra hjartans máli að gera okkur gjaldþrota.
---------------------
Þetta hlutfall rifjar upp að 7% kusu Borgaraflokkinn í síðustu alþingiskosningum.
Eitthvað fleiri kusu flokkinn í Reykjavík Suður, kjördæmi Þráins Bertelssonar, þó að margir hafi strikað Þráinn út.
Þó má fullyrða að ein 5% hafi kosið Þráinn í hans kjördæmi.
Nú hefur Þráinn af óvanalegri hreinskilni upplýst að þessir kjósendur hans séu bjánar.
Skoða má málflutning og þingstörf Þráins, fyrr og síðar.
Eftir þann samanburð væri freistandi að leggja trúnað að þessa fullyrðingu þingmannsins.
Ég tel hins vegar að þetta hafi verið fljótfærni en ekki bjánaskapur hjá kjósendum Þráins.
Nema auðvitað að þeir kjósi hann aftur.
Lítil ummerki um erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.