11.2.2010 | 12:44
Rataði í vondan félagsskap og fer kannski í steininn.
Aumingja Indriði Þorláksson sem alltaf hefur vandað sig í að vera góður embættismaður.
Þarna lenti hann í verulega slæmum félagsskap með pörupiltum sem vildu svíkja land sitt og þjóð.
Nú hefur Indriði uppgötvað að hann gæti átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi fyrir landráð, ásamt Svavari Gestssyni, Steingrími J. Sigfússyni og öðrum þeim sem tóku ákvörðun um að samþykkja hinn fráleita icesave samning.
Það er ekki nema von að Indriði reyni að grípa í hvert hálmstráið af öðru.
En að eitthvert vinnuskjal sem enginn ráðherra hefur séð né samþykkt geti verið þjóðréttarleg skuldbinding er fullkomin fjarstæða.
Samkvæmt stjórnskipun okkar gerir utanríkisráðherra þjóðréttarsamninga fyrir okkar hönd.
Utanríkisráðherra getur gefið öðrum umboð til að semja fyrir sína hönd.
En þjóðréttarsamningar eru alltaf með fyrirvara um að þjóðþingið fullgildi þá. Þetta vita allir í stjórnsýslu allra landa, nema kannski Indriði.
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1017252/ Á þessum ræðum þingmanna SF 27. nóvember 2008 sést að samningaþreifingar eru í gangi. Og uðvitað verða til allskyns skjöl og pappírar því til sönnunar. Hvað var Nefnd Baldurs Guðlaugssonar að gera. Vr hún ekki að vinna vinnuna sína. Þetta er aumlegt yfirklór ISG og BB!
Auðun Gíslason, 11.2.2010 kl. 18:38
Auðun.
Annað hvort er kominn á samningur eða ekki. Það er ákaflega einfalt mál.
Utanríkisráðherra eða einhver sem fær umboð frá honum (eða honum og ríkisstjórninni allri) ritar undir samning sem er alltaf með þeim fyrirvara að Alþingi fullgildi samninginn. Ekkert slíkt gerðist á árinu 2008 = Enginn þjóðréttarsamningur komst á.
Þetta er eins og að kvænast.
Það skiptir engu þó að þú hafir sagt öllum að þú ætlir að kvænast einhverri konu, rætt það við prestinn, ritað undir kaupmála eða hvaðeina.
Ef þú stígur ekki lokaskrefið og kvænist konunni, þá er enginn hjúskapur kominn á. Hvað er svona flókið?
Viggó Jörgensson, 11.2.2010 kl. 20:06
Og hér er ég að tala um að við höfum aldrei gert fyrirvaralausan þjóðréttarsamning um að við berum ábyrgð á icesave skuldinni né að við ætluðum að greiða skuldina á þann veg sem Bretar og Hollendingar krefjast.
Slíkur þjóðréttarsamningur hefur bara aldrei komist á.
Þessu má ekki rugla saman við samninginn um Brussel viðmiðið sem Alþingi samþykkti árið 2008, þar sem lýst var hvernig standa skyldi að komandi samningum um málið.
Þeir Steingrímur, Svavar og Indriði hentu þeim árangri sem þar hafði náðst og einfaldlega samþykktu allt sem viðsemjendurnir kröfðust þvert á hagsmuni íslensku þjóðarinnar.
Viggó Jörgensson, 11.2.2010 kl. 20:19
Kjánaleg færsla. Hefurðu enga virðingu fyrir birtingu sögulegra staðreynda? Ertu í alvörunni að saka VG um landráð eftir það sem á undan er komið? Hvað þá um innihald þessarar opinberunar, er þér skítsama um hana? Hræsnari.
Indriði mætti vera mun duglegri við þetta. Það er svo auðheyrt á málflutningi síðasta árs eða þar um bil að svo fáránlegum og hneykslanlegum leyndarmálum er enn stappað undir teppið að helmingur þeirra væri nóg til að gera okkur geðveik. Og þá vil ég frekar vera geðveikur en blekktur.
Rúnar Þór Þórarinsson, 11.2.2010 kl. 21:31
Sæll Rúnar Þór.
Ég er ekki að saka VG í heilu lagi um landráð. Fólkið í VG er öndvegisfólk, sannir Íslendingar og ættjarðarvinir, t. d. á móti inngöngu í ESB.
Í landráðakafla hegningarlaganna segir hins vegar að það sé saknæmt að bera hagsmuni íslenska ríkisins fyrir borð í samningum við erlenda aðila. Það er alltaf fleira og fleira sem bendir til þess að það hafi þeir Svavar og Indriði gert, en á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar. Hvort það sé landráð verða dómstólar að segja til um.
Í þessu innleggi var ég aðallega að mótmæla þeirri staðhæfingu Indriði að þetta vinnuplagg væri bindandi alþjóðlegur samningur. Það er hann alls ekki.
Viggó Jörgensson, 12.2.2010 kl. 11:51
Mér sýnist þessi þrenning þvælist fyrir íslenskum hagsmunum eins og þeir geta, í þessu máli.
Ragnar Gunnlaugsson, 12.2.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.