29.1.2010 | 18:51
Borgum 1% eins og ber, EES löndin verða öll að taka með okkur á því sem út af stendur.
Kerfishrun fjármálamarkaða á Evrópska efnahagssvæðinu skrifast fyrst og fremst á gallaðar reglur frá Evrópusambandinu.
Af því leiðir að öll lönd Evrópska efnahagssvæðisins verða að koma sameiginlega að hruni bankastofnanna á öllu svæðinu. Við eigum auðvitað að greiða okkar tiltölu í þeirri niðurstöðu sem er hin eina rétta.
Að öðrum kosti fá Bretar og Hollendingar aðeins 1% af heildarinnistæðum sem okkar bar að hafa til reiðu í tryggingasjóði.
Vilji samfylkingarfólk endilega greiða meira er það að sjálfsögðu frjálst.
En að samfylkingarfólk fái okkur hin til að greiða þennan aðgöngumiða þeirra í ESB verður aldrei.
Hollendingar gefa sig ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2010 kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú að við munum lána innistæðutryggingarsjóði þeirra peninga með 1% vöxtum. Þeir lána sínum sjóðum á 1,5% vöxtum. En þeir eru að lána hingað þar sem ástand er ótryggt. Og þá bætist við skuldatrygginarálag og það er í dag um 700 punktar eða 7%.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2010 kl. 19:08
Sko, við eigum ekki að borga neina vexti af neinu. Einkafyrirtæki sem fór offörum á ekki að bitna á saklausum borgurum. Ég spyr; af hverju geta Bretar og Hollendingar ekki bara hirt eignir Landsbankans og sótt þetta hyski, býr björgólfur thor glæpahundur ekki í London hvort eð er?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:00
Næ ekki alveg þessum punkti hjá þér Magnús.
Það stendur alveg heiðskírt í lögunum að tryggingasjóði sé heimilt en ekki skylt að taka lán ef eitthvað vantar upp á lágmarksgreiðslur.
Það þarf engin lán að taka. Þessi lög sem Alþingi samþykkti voru óbreytt eins Evrópusambandið sendi okkur þau.
Þetta skilja allir nema samfylkingarfólk og einstaka VG maður. Og þá af því að þau langar í ESB eða halda í vinstri stjórn.
Það þarf ekkert að vera til í tryggingarsjóðnum nema 1% af innistæðum.
Umfram það kom skattgreiðendum málið bara ekkert við, lagalega séð.
Að Bretar og Hollendingar skyldu ákveða að þeirra skattgreiðendur skyldu greiða þetta var auðvitað af því að þeir vissu upp á sig skömmina út af gölluðum reglum.
Og það er bara þeirra mál.
Nágranni þinn getur ekki tekið lán og ætlast til að þú greiðir það, þó svo að þú hafir hafir ábyrgst 1% af því sem greiða skal.
Viggó Jörgensson, 29.1.2010 kl. 20:07
Verst að ESB löndin eru ekki sammála þér Viggó. Hvað á lengi að lemja hausnum við steininn.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.1.2010 kl. 20:45
Ráðamenn á Íslandi hafa gefið yfirlýsingar, sem skuldbinda okkur til að standa við innistæðusjóðinn. Það þýðir ekkert að berja hausnum í vegg, búið og gert og við ættum að takast á við afleiðingarnar frekar en að fara undan orðum okkar eins og rakkar í skógi.
Þér er tamt að tala um hópa sem "samfylkingarfólk", "VG menn" osfrv, þú ert líklega með því að flokka þig í liði með eitthverju öðru klani. Og hvaða klan; kristilega-íhaldspakkið, vistarbanda-bændapakkið eða fyrrverandikolgrabbapakkið ?
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:50
Við þjóðin eigum ekki að borga eina skítna evru. Ég treysti áliti þeirra Lárusar Blöndal og Sigurðar Líndal í þeim þessum efnum.
Hvers vegna í fjandanum kærum við ekki breska ríkið fyrir að beita hryðjuverkalögunum á okkur og heimtum skrilljón milljónir punda!?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:09
Þórdís.
Þau voru það ekki heldur í landhelgisdeilunum.
Bretar (með herskip til að hræða okkur) og Vestur Þjóðverjar, mun öflugri þjóð en Hollendingar.
Og við unnum á þrjóskunni og með því að standa saman. Hver hefði trúað því fyrirfram?
Það er auðvitað slæmt að hluti þjóðarinnar sé í hinu liðinu en við skulum samt aldrei gefast upp, ekki frekar en að deyja út á miðöldum.
Viggó Jörgensson, 29.1.2010 kl. 21:46
Jósep þér er vonandi ljóst að þessir íslensku ráðamenn höfðu ekki heimild til að skuldbinda okkur.
Veit reyndar ekki hvaða yfirlýsingar þú ert að tala um.
Margir gáfu yfirlýsingar um að við stæðum við skuldbindingar okkar skv. EES löggjöf og meintu eðlilega 1% af innistæðum eins og stendur í lögunum.
Ekki á reikning íslenskra skattgreiðenda þó að einhverjir væru í þeirri lögvillu að þetta þýddi lágmarksinnistæðu fyrir alla.
Viðsemjendunum er auðvitað ljóst að einstakir starfsmenn stjórnsýslunar geta ekki gefið yfirlýsingar er skuldbinda heila þjóð.
Alþjóðasamningar sem utanríkisráðherra gerir eru með þeim þeim fyrirvara að löggjafarvaldið heima fyrir, fullgildi þá.
Löggjafarvald okkar samþykkti innihald icesave samningsins með fyrirvörum sem venjulega er ekki annað en gagntilboð en viðsemjendurnir okkar höfnuðu sem betur fer.
Venjulega þýðir slík höfnun að samningurinn er úr sögunni, þó að þetta sé vissulega flóknara þar sem hér er um löggjöf og þjóðréttarlegt mál að ræða.
Löggjafarvaldið getur breytt lögum eða fellt þau niður en í þessu tilfelli kann málið að vera flóknara en svo.
Mér vitanlega var hins vegar enginn þjóðréttarsamningur gerður né fullgildur að þjóðarétti á grundvelli fyrri laganna þar sem ekki náðist samkomulag um fyrirvaranna.
Annar handhafi löggjafarvalds samþykkti lög í seinna skiptið án fyrirvaranna en hinn handhafinn ekki.
Löggjafarvald okkar hefur því ekki endanlega samþykkt seinni lögin og gerir vonandi ekki.
Í þessu tilfelli er hinn handhafi löggjafarvaldsins þjóðin sjálf og auðvitað umbjóðandi Alþingis.
Af sjálfu leiðir að þjóðin getur hafnað lögunum upp á sitt eindæmi.
Hún gæti hins vegar samþykkt lögin og væri þjóðin í því tilfelli annar handhafi löggjafarvaldsins í stað forseta.
Seinni lögin öðluðust a. m. k. tímabundið gildi þegar fjármálaráðherra birti þau í stjórnartíðindum.
Í lögunum fær þessi sami fjármálaráðherra heimild Alþingis til að taka lán til að greiða Bretum og Hollendingum.
Þessi sami fjármálaráðherra hefur ekkert tekið sér fyrir hendur skv. lögunum svo að mér sé kunnugt. Veist þú ger?
Mér vitanlega hefur enginn þjóðréttarsamningur verið gerður né fullgildur sem skuldbindur okkur til að greiða neitt umfram 1%
Ég skal hraðar en fjármálaráðherra verða þér sammála ef þú getur útskýrt fyrir mér á hvaða lagalegum forsendum viðsemjendur okkar geta byggt.
Auðvitað er það ósiður hjá mér og fleirum að draga menn í dilka þó að það sé gert til einföldunar í stjórnmálaumræðu.
Ef þig svíður það eitthvað bið ég þig afsökunar.
Í mínu máli skipti ég sjálfur engu máli, svo við notum fræga útskýringu úr Íslandsklukkunni.
Ég get eiginlega ekki svarað þér nákvæmlega enda hef ég þann fordóm að þú takmarkaðan áhuga á því í raun.
Geri ráð fyrir að þú sért að vísa til þess að ég sé íhaldsmaður sem er rétt hjá þér.
En þar sem ég er þjóðernissinni í þokkabót hef ég aldrei náð að tileinka mér erlendar stefnur eins og um trúarbrögð væri að ræða.
Viggó Jörgensson, 29.1.2010 kl. 22:55
Já og Jósep,
það er tryggingasjóðurinn sem tekur lánið eða lánin en fjármálaráðherra er heimilt að ábyrgjast þau fyrir hönd ríkisins þ. e. íslenskra skattgreiðenda, núverandi og um alla framtíð.
Sem sagt, allt að einu er mér ekki kunnugt um að fjármálaráðherra hafi tekið sér neitt slíkt fyrir hendur, enda málið á leið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Við sem höldum með íslensku þjóðinni vonum auðvitað öll að lögin verði felld úr gildi.
Þeir sem halda með Bretum, Hollendingum og ESB -ég má ekki lengur nefna hverjir þeir eru eins og þú skilur- vona að lögin verði staðfest.
Viggó Jörgensson, 29.1.2010 kl. 23:14
Vá Viggó
Þú þurftir bara 53 línur til að sannfæra fólk um að himinn sé í alvöru apelsínufjólublár og kengúruljón séu til..
Það mun ekki þurfa margar línur frá viðsemjendum(Kúgurum)okkar til að
kenna þér að það er ljótt að stela,þó lög um þjófnað séu óljós.
Þar sem ég tel mjög ólíklegt að þú hafir persónulega staðið að þessum þjófnaði skil ég ekki hvers vegna þú vilt nota lagatækniútirsnúninga til varnar þeim sem stálu.
Banjó (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 00:09
Ég mun berjast uns yfir líkur vil ekki sjá það að við samþykkum icesave samninginn eins og hann er fram settur. Gerir H Haarde og Ingibjörg Sólrún skrifuðu undir það sem við getum ekki staðið við þess vegna voru þau sett af. Á okkur er settar meiri byrðar en þjóðverjar þurftu að þola eftir seinni heimstríðöldina!
Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 00:35
Banjó
Ég er að aðeins að vísa til þess að ég tel ekki að íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða skuldir sem þeir stofnuðu ekki til og tóku aldrei ábyrgð á með einum eða öðrum hætti.
Hér var lögleidd í íslenskan rétt löggjöf frá Evrópusambandinu sem allir læsir menn, þ. m. t. alþingsmenn sáu að var ábyrgð upp á 1% af innstæðum sem íslenska ríkið átti að sjá um að væru til reiðu í sérstökum tryggingasjóði. Í tryggingasjóðinn skyldu fjármálastofnanir greiða 1% af innstæðum.
Þetta er það sem við tókum ábyrgð á og annað ekki. Dettur þér í hug að íslenskir kjósendur hefðu látið það viðgangast að Alþingi væri að ábyrgjast þessar upphæðir sem um ræðir. Ekki einu sinni Alþingismenn voru svo vitlausir að hafa samþykkt slíkt. Samþykktir þú þessar fjárhæðir eða hafðir hugmyndaflug til þess að ímynda þér að einhverjir færu að skýra svo einfaldan texta með svo fráleitum hætti?
Viggó Jörgensson, 30.1.2010 kl. 01:36
Viggó
Ég trúi varla að þú sért að bera saman landhelgisdeiluna og icesave. Svo sannarlega stóðu íslendingar sig vel í deilunni við Breta í denn en þá gátum við notað Nato og hótun um að segja okkur úr Nato og vísa hernum brott af landinu ef það yrði látið óátalið að Natoþjóð væri að ráðast á Natóþjóð. Vegna legu landsins var mjög mikilvægt að hafa hér herstöð. Nú erum við í deilu við Natóþjóðir, en höfum engan her til að senda burt og öllum er nákvæmlega sama um okkur. Það er staðreynd að þjóðir heims þurfa ekkert á okkur að halda, en við þurfum á þjóðum heims að halda. Þessi stórmennskuhroki í okkur íslendingum að halda að við skiptum einhverju máli...300.000 manna þjóð. Við erum að vísu stórþjóð í Handbolta en það er líka upptalið. Varðandi það að við eigum ekki að borga skuldir einkafyrirtækja ( banka ) þá hættu bankarnir að vera einkabankar þegar ríkið yfirtók þá, þá urðu þeir bankar okkar landsmanna, því miður.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 02:14
Sæll Guðmundur og þakka þér innleggið.
Ég held að við Íslendingar séum einhver þrjóskasta þjóð í heimi og ég er ekki að segja þetta af þjóðrembu.
Mér er allt að því óskiljanlegt af hverju við dóum ekki út á miðöldum. Ég er samt svo heppinn að hafa kynnst mjög mörgum af þeim sem voru fæddir í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Það fólk gafst aldrei upp og lét aldrei buga sig. Setti sér raunhæf markmið og náði þeim með einbeitni og þrautsegju.
Ef vill fellum lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu og stöndum saman þá sjá viðsemjendur okkar að þeir VERÐA að semja aftur við okkur um eitthvað sem við ráðum við og gætum lifað með sátt.
Annars fái þeir ekki neitt nema 1%.
Það eina sem getur komið í veg fyrir að við náum betri samningum eru þau okkar sem tala upphátt í hina áttina.
Hálfa starfsævina hef ég unnið við samningagerð og það er alls staðar sama sálfræðin að verki þó að hér sé um fleiri núll að ræða.
Bretar og Hollendingar eru ekki vont fólk. Ef við stöndum saman og fellum lögin hafa þeir ekki lagalegt tak á okkur. Þegar þeir sjá svo að við hreinlega getum ekki borgað þennan samning, þá átta þeir sig auðvitað á málinu.
Það er staðfest að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var með óhóflega og óraunhæfa bjartsýni í sínum forsendum um landsframleiðslu okkar.
Samt höfðum við ekki gjaldeyri nema til að kaupa mat, lyf og súrál frá útlöndum þegar búið var að greiða af icesave samningnum.
Þetta gengur auðvitað ekki upp. Við erum búin að læra með hörðu aðferðinni að langvarandi neikvæður viðskiptajöfnuður gengur ekki upp.
Það hefur reyndar verið í öllum kennslubókum í hagfræði alveg frá því í þjóðhagfræði 101 í menntaskóla en okkur fannst svo gaman í veislunni.
En hvað um það við náum okkur upp aftur ef við stöndum saman og fellum icesave lögin.
Þraunsegja og einbeitni eins og í handboltanum.
Viggó Jörgensson, 30.1.2010 kl. 12:25
Sæll Viggó
Þrjósk erum við og höfum verið. Spurning hvert það hefur oft leitt okkur. Ég sé það nú ekki alveg hvort þú sért þeirrar skoðunar að við eigum ekki að borga eða að þér finnista það skítt. Þeir eru nú allnokkrir sem viðurkenna að við eigum að borga og er ég þeirrar skoðunar þó mér svíði það niður í tær. Ég las ágæta grein eftir Kristinn Gunnarsson (http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1347)sem fékk mig til að hugsa um hvað málið snerist í fleiri mánuði á þingi.....maður gæti kanski grátið. Stundum finnst manni að þrasið um Icesave snúist kannski ekki mikið um Icesave. Við munum kanski ekki vera sammála en svona er nú einu sinni lífið.
Hafðu það sem best.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 03:46
Jú jú Guðmundur við erum í grunninn sammála.
Við erum sammála um að það verði að ná betri samningum.
Við borgum auðvitað meira en 1% en það megum við ekki segja upphátt.
Það verður af pólitískum og landfræðilegum ástæðum en ekki lagalegum.
Við eigum jú mestu samleiðina með frændþjóðunum í Evrópu og höfum nú um stundir geysileg viðskipti við þær þjóðir.
Sömuleiðis bestu kveðjur.
Viggó Jörgensson, 31.1.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.