Bara einn háskóla - höfðum aldrei efni á öðru.

Áhersla okkar Íslendinga á bóknám hefur farið fram úr öllu hófi. 

Hefja þarf til vegs og virðingar þær stéttir sem vinna sérhæfð störf í atvinnugreinum sem eru undirstaða þjóðarbúsins. 

Vélstjórn, skipsstjórn, smíðar, hönnun, framleiðslustörf á öllum sviðum.  

Án þess að telja okkur vera betri en aðra, getum við vel haslað okkur völl og verið í fremstu röð á ákveðnum sviðum.

Það erum við líka í stoðtækjasmíði, smíði á rafeindavogum og ýmsum tækjum til fiskvinnslu og veiða, í háhitatækni ýmis konar,  lyfjaframleiðslu, ýmis konar rafeinda- og tölvutækni, líftækni o. s. frv. 

Það er engum greiði gerður með því að telja fag þeirra háskólafag ef það er það ekki, né þörf á slíku. 

Ekki verður því neitað að sumt í nýju háskólunum hefur fært okkur ferskleika.   Í annan stað hafa einstakar greinar sett verulega niður í lakari kröfum en áður var.  

En heildarniðurstaðan er samt sú að 320 þúsund Íslendingar hafa ekki efni á mörgum háskólum.     


mbl.is ,,Mikilvægt að háskólar á Íslandi snúi bökum saman"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála þér mér er nóg að bera yfirbyggingu hér við stjórnkerfi þess sem að margir kalla smá bæi í útlöndum en hafa sumir fleiri íbua en Ísland og við ættum ekki að þurfa mikið stærra kerfi. Og það er líka rétt að það þarf að hefja iðn og tæknimenntun aftur til vegs og virðingar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.1.2010 kl. 00:13

2 identicon

Segir maðurinn sem er í laganámi. Þurfum við fleiri lögfræðinga? Farðu að læra vélsmíði! (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 01:48

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mikið til í þessu hjá þér.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.1.2010 kl. 02:15

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Bragi Þór.

Það getur vel verið að ég fari í vélsmíði, hún er óskaplega skemmtileg.   Ekki þar með sagt að ég verði að gagni.

Hvað sem lögfræðiáhuga mínum líður, þá hef ég frá unglingsaldri fiktað við lögsuðu, rafsuðu og hvers konar smíðar og viðhald í sambandi við mína ólæknandi bíladellu.  Þurft að erinda í margar smiðjurnar.  

Síðast kom ég í Skipavík í Stykkishólmi.  Þar voru kallarnir, af mikilli kúnst, að smíða kjöl úr stáli í víkingaskip sem einhver erlendur miljónamæringur var að láta byggja fyrir sig.  Þeir voru með þrýstimæli á kilinum til að athuga hvort hann læki.  Þegar þeir voru búnir að útskrifa hann þéttan þá klárar járnið súrefnið inni í kilinum er ryðgar sem því nemur.   Þegar súrefnið er búið ryðgar kjölurinn ekki meira innanfrá.  Hrein snilld en alþekkt hjá þessum mönnum.

Við eigum marga snillinganna sem láta lítið yfir sér en geta gert frábæra hluti við réttar aðstæður. 

Bkv. Viggó. 

Viggó Jörgensson, 24.1.2010 kl. 21:51

5 identicon

Vélsmíði í staðinn fyrir t.d. tölvunarfræði... ertu að segja það?
Er meiri vinnu að hafa þar?
Hærri gjaldeyristekjur?

70% þeirra sem útskrifuðust frá HR núna eru komnir með vinnu (Samkv. ræðu Svöfu) og stór hluti af þessum 30% fer beint í áframhaldandi nám... hvað er eiginlega vandamálið? 

Ég er kannski ekki að ná inntaki bloggsins, en mér finnst þetta fráleitt frá manni sem er að læra lögfræði.

Óskar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 02:20

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Inntakið er að við þurfum meiri gjaldeyristekjur og að framleiða meira. 

Hetjur framtíðarinnar eiga að vera þeir sem geta búið eitthvað til sem hægt er að selja fyrir gjaldeyri. 

Þeir sem eru í frumatvinnugreinunum eru þeir sem vinna fyrir okkur hinum.  

Auðvitað verða alls konar stéttir og störf að vera til en allt stendur og fellur með framleiðslunni.  

Tölvunarfræðingar og -snillingar eru margir að framleiða fína hluti sbr. eveonline, þannig að þeir falla undir þá verkmenntun sem ég er að vísa til.  (Þetta er auðvitað bókvit líka.)

Viggó Jörgensson, 31.1.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband