20.1.2010 | 12:11
Veljum íslenskt - stjórnvöld líka þó að það sé dýrara.
Nú sem aldrei fyrr þurfum við Íslendingar að standa saman og velja íslenskt.
Ég kaupi a. m. k. íslenskt þó að það sé eitthvað dýrara. Það sparar að einhverju leyti gjaldeyri og heldur atvinnunni hérlendis.
Heldur vil ég að Flugleiðir hagnist en breskt flugfélag.
Þekki ekki til þessa breska félags.
Venjulega eru lággjaldaflugfélög með gamlar flugvélar, ver tækjum búnar og lakara viðhald.
Þetta er staðfest af flugslysatíðni í þriðja heiminum.
Heldur vildi ég fara í nýlegri vél frá Flugleiðum til Haiti þar sem öll flugvallar- og aðflugstæki eru væntanlega í skralli.
Tilboð Iceland Express mun lægra en Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2010 kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta alveg ótækt. Íslendingar eru að státa sig af því að vera með björgunarlið á staðnum og sjá svo ekki sóma sinn í að senda íslenskt flugfélag. þau eru nokkur sem geta farið svona flug, þarf ekki endilega að vera Icelandair. En að ráða breskt félag þegar deilur eru á milli þessara landa og íslensku félögin eru að strögla við að ná leiguverkefnum en gengur illa einmitt út af þessari deilu sem í gangi er.
Einnig er það klárt að sú flugvél sem fór er á bresku skráningarnúmeri sem þýðir að öll gjöld og allar skyldur af rekstri vélarinnar skilast til breskra stjórnvalda, sama gildir um flugmenn vélarinnar, þeir eru starfsemnn bresks fyrirtækis, hvort sem þeir eru þarlendir eða ekki þá greiða þeir skatta í Bretlandi.
Hvað er að íslenskum stjórnvöldum?
Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:24
Alveg er nú týpískt að fólk sé að tjá sig um eitthvað sem það veit ekkert um.
Það kemur fram í fréttinni að áhöfn Iceland Express sé nánast öll íslensk. Þessum vélum hjá Astraeus (Iceland Express) er að hluta til viðhaldið í Keflavík og sér íslenskt viðhaldsfyrirtæki sem heitir GMT um það viðhald. Þetta eru að sjálfsögðu ekki stórar skoðanir sem krefjast mikils mannafla eins og hjá Icelandair en seinni aðilinn er hinsvegar að hagnast alveg gríðarlega á viðhaldi sinna véla núna þar sem það er ódýrara að framkvæma allar skoðanir hérlendis núna heldur en erlendis. Og þar er frekar mannekla heldur en hitt (m.ö.o. vöntun á flugvikjum t.d.) Í ljósi þess að t.d. viðhaldskostnaður hefur lækkað til muna (fyrir utan varahluti) þá er með ólíkindum að það skuli vera svona gríðarlegur munur á þessum tilboðum. Eldsneytið er ekki dýrara fyrir Icelandair og launin ættu að vera svipuð. Er þetta ekki bara spurning um að OKRA aðeins minna. Og sérstaklega þar sem að þetta flug snýst nú ekki beint um að fljúga ráðherrum á handboltaleik sællra minninga.
Kynntu þér málavöxtu Viggó áður en þú myndar þér skoðun.
Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:44
Nákvæmlega, tek undir með Kjartani. Utanríkisráðuneytið þykist vera að spara með því að borga frekar Astreus heldur en Icelandair á meðan að hagnaður og skattar fara þá til Bretlands en ekki til Íslands...er ekki alveg að sjá sparnaðinn, en þó nokkurn veginn í takt við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, hugsa aldrei fram fyrir fótinn á sér. Síðan er það gjörsamlega út í hött að íslenska rústabjörgunarsveitin sem að við erum búin að vera að státa okkur af sé svo sótt af Bretum en ekki Íslendingum. Þegar Icelandair flaug með sveitina út varð úr því mikið fjölmiðlamál og var flott auglýsing fyrir bæði Ísland og Icelandair, en ríkisstjórninni virðist núna vera farin að halda með Bretum í einu og öllu, vill bæði borga þeim fullt af peningum og auglýsa fyrir þá...HVAÐ ER Í GANGI????
Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.1.2010 kl. 12:48
Það er mikill misskilningur Viggó að lágfargjaldarflugfélög séu með gamlar vélar (allur gangur á því). Vélar Astraeus Airlines, Boeing 737-700 (Winglet) eru frekar nýlegar. Easy Jet (lágfargjaldarflugfélag) eru meðal þeirra flugfélaga sem bjóða upp á yngsta flugflotann í heiminum, A-319, A-320 og nokkrar A-321, ásamt nokkrum Boeing 737-700. Sumar vélar Icelandair (Boeing 757-200-300) eru eldri en vélar Iceland Express. Flugmenn Icelandair eru góðir (þekki það vel, bróðir minn er flugstjóri þar), en víða annarstaðar leynast einnig góðir flugmenn og góðar vélar. Þetta er fyrst og fremst huglægt mat hjá okkur Íslendingum að finnast öruggast að fljúga með Icelandair. Það sama mætti eflaust segja um Þjóðverja, þeim finnst líklega öruggast að fljúga með Lufthansa. En nú þurfa allir að hugsa budduna, ríkið einnig.
Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:49
Grétar, af þessu tiltekna flugi fer allur hagnaður og meirihluti skatta til Bretlands. Þó að það sé tekið fram í fréttinni að meirihluti áhafnarinnar sé íslensk, þá er það væntanlega þær (ábyggilega 3) flugfreyjur sem þurfa að vera um borð, flugmennirnir tveir eru svo að öllum líkindum breskir. Svona starfar Iceland Express, gefa sig út fyrir að vera flugfélag, þegar þeir eiga ekki eina einustu flugvél, eru ekki með flugrekstrarleyfi, heldur eru þeir farmiðaskrifstofa sem eru með íslenskar flugfreyjur á launum hjá sér til þess að reyna að láta það líta út fyrir að þeir séu íslenskir. Breska FLUGFÉLAGIÐ Astreus sér síðan um flugin þeirra, að öðru leyti en að selja farþegum kaffi og meððí! Tryggingar og ábyrgðir liggja hjá Astreus, þ.e. Astreus, ekki Iceland Express, eru ábyrgir fyrir því að koma þér á leiðarenda. Hefurðu e-n tímann lent í því að þurfa að ná í e-n hjá Iceland Express að kvöld til út af seinkun, flug hefur fallið niður eða álíka? Þeir eru nefninlega ekki við, þú þarft að hringja til Bretlands(og finna út úr því sjálfur hvern þú átt að tala við), enda er Iceland Express farmiðaskrifstofa sem er einungis opin á skrifstofutíma.
Grétar þú mátt alveg kynna þér málin áður en þú myndar þér skoðun!
Endurtek svo punkt minn með það að ég get ekki séð að ríkið sé að spara með þessu þar sem það missir allar tekjur af þessu flugi til Bretlands sem það fengi ella!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.1.2010 kl. 12:56
Það er vissulega rétt Margrét að Astraeus er Brekst flugfélag. En það breytir ekki þeirri staðreynd að það starfa fullt af íslendingum hjá Iceland Express, hvort sem er í áhöfn, viðhaldi eða á "ferðaskrifstofunni" þeirra. Ég hef ferðast með báðum aðilum (ferðast að meðaltali einu sinni í mánuði) og hef fengið sama hrokann ásamt sömu góðu þjónustunni frá báðum aðilum. Íslensk áhöfn Express ásamt íslensku viðhaldsfyrirtæki Astraeus borgar skatta til íslenska ríkisins og eldsneytið sem er notað á vélarnar er keypt af íslensku fyrirtæki þar sem það er jú verið að fljúga frá Íslandi. Vinsamlegast segðu mér hvaða önnur gjöld íslenska ríkið er að fá út úr þessu fyrst þú er svona vel að þér? Og hafðu í huga að íslensk flugfélög tryggja allar sínar vélar í gegnum erlend tryggingafyrirtæki þar sem þau íslensku færu beint á hausinn við minnsta flugslys.
Eiga íslenskir starfsmenn sem vinna fyrir Astraeus og Iceland Express eitthvað minni rétt á að halda vinnunni sinni heldur en þeir sem vinna fyrir ríkisfélagið Icelandair, þar sem nota bene íslenskir starfsmenn fá oftast öllu sínu framgengt með verkfallsboðunum (sem er vissulega þeirra réttur) því þeir vita að ef þeir fara í verkfall þá nánast leggjast samgöngur niður til og frá landinu. Ég er ansi hræddur um að þá myndi það ekki skipta þig né nokkurn annan nokkru einasta máli þótt IE væri næsti kostur, og myndir taka þeim fegins hendi.
Ég þekki málin mjög vel og hef myndað mér skoðun.
Mín skoðun er sú að þetta snýst um það að "helvítis" Bretarnir eru ekki bara að reyna að ná af okkur peningum sem við skuldum þeim ekki neitt heldur eru þeir að hafa af okkur störfin líka. Sem er bara alls ekki rétt!
Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 13:24
Ég misskildi fyrirsögnina, skildi hana þannig að við ættum að leyfa íslendingum að stjórna landinu áfram þótt það væri dýrt spaug :)
Kári Harðarson, 20.1.2010 kl. 13:49
Grétar
Þú virðist hafa kynnt þér málin en eitt gat er þó hjá þér. Eldsneytið kostar kannsi það sama fyrir Icelandair en um er að ræða stærri vél sem er langdrægari og hentar betur til verksins.
Auk þess munu skattar af þessu flugi og tekjum flugmanna fara til Íslands.
Egill E. (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 14:18
Grétar í þessu tiltekna flugi er það eingöngu tekjuskattur flugfreyjanna sem að greiðist til Íslands, hann er ekki mikill!!! Virðisaukaskatturinn og tekjuskattur flugmannanna greiðist til Bretlands, það segir sig sjálft, ég þarf ekkert að vera vel að mér til þess að átta mig á því! Þú talar um tryggingar, já Icelandair þarf að kaupa þessar trygginar, og svo Astreus, ekki Iceland Express - það var punkturinn minn!
Þessi verkfallspunkturinn þinn er síðan út úr kú. Flugfélagsstarfsmenn eiga alveg jafn mikinn rétt á því að fara í verkfall og aðrir. Ef þú kallar það að biðja um 2 helgarfrí annan hvern mánuð vera að fá öllu sínu fram þá ert þú væntanlega maður sem krefst ekki mikils í lífinu, en aðrir eiga vissulega rétt á því að vilja njóta helganna við og við með fjölskyldunum sínum!
Ég var síðan ekki að setja út á Bretana sjálfa, heldur íslensku ríkisstjórnina, sjá fyrsta svar mitt!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.1.2010 kl. 14:32
Af hverju var líka Air Atlanta ekki boðið að bjóða í þetta verkefni, þeir eiga nóg af flugvélum, á íslensku flugrekstrarleyfi!
Síðan má alveg spyrja sig hvernig Iceland Express geta boðið svona lágt, þeir eru við það að verða gjaldþrota, Pálmi er nýbúinn að dæla í fyrirtækið 800 milljónum...sem koma hvaðan?
Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.1.2010 kl. 14:45
Grétar og Þórður.
Strákar ég tók það skýrt fram að ég þekkti ekki til þessa breska flugfélags.
Ég treysti breskum flugmönnum alveg fullkomlega til að rata til Haiti. Gott að heyra að þeir séu á nýlegum vélum.
Minn punktur var aðeins veljum íslenskt.
Hugleiðingar um lággjaldaflugfélög og gamlar vélar fylgdi bara með í kaupbæti.
Fór með Heimsferðum, í fyrsta og síðasta skipti, í fyrra. Flugum með Primera air og sú flugvél var ekki nýleg. Veit ekkert um viðhaldið.
Eins og ég sagði við samfarþega mína þá vantaði bara tómatsósuna í farþegarýmið til þess að þetta væri alveg eins og í sardínudós.
Viggó Jörgensson, 20.1.2010 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.