Mikið var. Þetta var löngu tímabært. Dr. Sigurður Líndal hefur í tvígang ritað blaðagreinar um efasemdir sínar.

Ég man vel að dr. Sigurður sagði efnislega, í fyrirlestrum, að hvorki gæti Alþingi sett lög um hvaðeina, né dómarar kveðið upp dóma er settu þjóðarbúið í algert uppnám s. s. fjárhagslega.

Með öðrum orðum: Þó að Alþingi hefði víðtækar formlegar heimildir, færi því fjarri í reynd að lagasetningarumboð Alþingis væri án takmarkana. 

Ég hef skilið það þannig að Alþingi hafi ekki heimild til að setja lög er grandað gætu þjóðfélaginu eða sett fullveldi þjóðarinnar, yfir landinu, út á Guð og gaddinn. 

Hvað þá sett lög um skuldbindingar sem eru allt í senn; gífurlegar, óþekktar, takmarkalausar, gengistryggðar, án tímamarka og án nokkurrar tengingar við landshagi.

Þarna sé komið langt út fyrir öll mörk og þurfi minna til.    

Slík lagasetning sé í andstöðu við grunnreglur stjórnskipunar okkar, sem gangi út á það að íslenska þjóðin hafi nú, og framvegis, fullveldi yfir landi sínu og ætli að lifa hér framvegis sem fullvalda þjóð. 


mbl.is Ræða hvort Icesave standist stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband