Kannski rétt að Sjálfstæðismenn hvíli sig áfram á stjórnarsetu.

Þá ætti flokkurinn ef til von um að ná fyrri styrk á nýjan leik.

Það gerir hann tæpast í hlutverki hækju fyrir Framsóknarflokkinn við að svíkja loforð sem ekkert er í hendi um að hægt sé að efna.

Það væri rétt af Bjarna Benediktssyni að leyfa Sigmundi Davíð að vera bara áfram að spjalla og starfa með vinstri flokkunum.

Á vinstri vængnum eru engir sammála um nokkurn hlut.

Samfylkingin hangir á ESB umsókn eins og hundur á roði.

Engin veit hvaða stefnu Besti flokkurinn hefur á nokkru sviði.   Líklega vilja menn þar ganga í ESB.

Sigmundur Davíð ekki á leið í ESB fyrir utan að vilja varla starfa með flokkaflakkaranum Guðmundi Steingrímssyni.

Sem notaði Framsóknarflokkinn til að komast loksins á Alþingi eftir að Samfylkingin hafði hafnað Guðmundi alla tíð.

Þá er Vg ótalið þar sem þeir sitja á fleti Steingrímur, Ögmundur og Árni Þór sem allir eru í landsliði pólitískra afglapa.

Birgitta er aðeins á höttunum eftir þægilegri innivinnu þar sem launagreiðslur eru nokkuð öruggar.

Svo hún geti einbeitt sér að því að frelsa draumprinsa sína úr álögum.

Bradley Manning úr tugthúsinu og Julian Assange úr sjálfskipuðu stofufangelsi.  

Þannig að því miður hefur hún ekki tíma aflögu til að sinna þjóðþrifastörfum svo sem landsstjórninni hérlendis.

Verði þér að góðu Sigmundur Davíð að standa við öll loforðin og halda vinstra stjórnarhripinu á floti.

Vilji sjálfstæðismenn samt sem áður fara í ríkisstjórn væri rétt af Bjarna Benediktssyni að tilkynna Sigmundi Davíð.

Að Sjálfstæðisflokkurinn hefji ekki formlegar stjórnarmyndunarviðræður við neinn.

Fyrr en formaður Sjálfstæðisflokksins sé sjálfur kominn með stjórnarmyndunar "umboðið".

Vilji Sigmundur Davíð og forsetinn fara í leik.

Því þá ekki að leika við þá.

Það er oft gert við óvita.  


mbl.is Ræðir við Bjarna aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband