En bara messuvín.

Í kristilegu skyni.

--------------

Tillaga á landsfundi Sjálfsstæðisflokksins um að taka skuli mið af kristnum gildum við lagasetningu samræmist ekki stjórnskipuninni.

Í stjórnarskránni hafa langflestar greinarnar stöðu stjórnskipunarlaga (stjórnlaga) og eru því æðra settar en almenn lög.

Dæmi um stjórnlagagrein er t. d. 65. greinin:   

"VII.

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)..."

Hins vegar er 62. greinin í VI. kaflanum dæmi um grein í stjórnarskránni sem ekki hefur stöðu stjórnskipunarlaga.  

"VI. 62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum..."

Þar sem stendur að breyta megi þjóðkirkjuskipaninni með lögum er átt við með almennum lögum, ekki stjórnlögum. 

Það má fá staðfest í 2. mgr. 79. greinarinnar en hún telst til stjórnlaga:   

"79. gr.

...

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr."

Þarna er átt við að Alþingi breyti þjóðkirkjuskipaninni með almennum lögum.

Það er óvenjulegt að þarna eru fyrirmæli um að þjóðin þurfi einnig að samþykkja breytingarnar í almennum kosningum.

Samandregið er það því þannig að það er andstætt grunnreglu 65. grein stjórnarskrárinnar.

Að setja almenn lög þar sem berlega er tekið fram að þar sé verið að mismuna trúarbrögðum.  

Ákvæði 62. greinarinnar í stjórnarskránni heimila ekki frekari mismunun en þar er gert. 

Það er þau forréttindi að hin evangelíska lúterska kirkja sé ríkiskirkjan. 

65. greinin telst til stjórnskipunarlaga (stjórnlaga) en það gerir 62. ekki, enda hægt að breyta henni með almennum lögum og kosningum. 

Ekkert er hins vegar því til fyrirstöðu að við almenna lagasetningu sé tekið mið af góðu siðferði trúarbragðanna. 

Í stjórnarskránni er einmitt áréttað í 63. greininni að ekki megi trúfélög kenna neitt í andstöðu við gott siðferði.  

"63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."

Það má bara ekki vísa til kristins siðferðis eða siðferðis annarra trúarbragða sérstaklega eða með berum orðum. 

Landsfundarmenn Sjálfsstæðisflokksins þurfa þó ekki að örvænta því kristið siðferði er innbyggt í stjórnarskrá okkar Íslendinga. 

Þó að það standi ekki berum orðum í stjórnarskránni eru grundvallarmannréttindaákvæði hennar byggð á kristnu siðferði. 

Bann við pyntingum, líkamlegum refsingum og lífláti eru dæmi um stjórnlagaákvæði stjórnarskrárinnar sem eiga uppruna sinn í kristnu siðferði. 

  


mbl.is 18 ára megi kaupa áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband