Stríð er viðbjóður ekki tölvuleikur.

Það verður aldrei nægilega áréttað að stríðsátök eru ekkert annað en alger viðbjóður.

Í síðustu heimstyrjöld voru t. d. miljónir ungra karlmanna sviptir framtíð sinni vegna heimsku og brjálæðis nokkurra stjórnmálamanna. 

Þeir fengu að drepast, og limlestast, af völdum bruna, skotsára og sprengjubrota og úr hungri, kulda og viðbjóðslegum sjúkdómum.   

Börn, konur, sjúklingar á sjúkrahúsum, fólk á öllum aldri var drepið í loftárásum, brennt til bana, kæft í reyk og steikt í fosfór. 

Og nú á árinu 2013 er ennþá stríð og skæruhernaður um víða veröld. 

Hvar alls kyns geitahirðar, kúasmalar og úlfaldahirðingjar eru að berjast með fullkomnum sprengjuvörpum og eldflaugum.

Og alltaf eru það börnin, konurnar mæður þeirra og aðrir saklausir borgarar sem mest fá að finna fyrir viðbjóðnum. 

Ásamt sjúklingum, öldruðum og auðvitað þeir barnungu menn sem fórnað er á vígvellinum. 

Og hverjir græða svo mest á þessu öllu saman.

Jú það eru hvítir pattaralegir vesturlandabúar sem framleiða og selja bláfátækum þjóðum hergögn.

Og í seinni tíð nýja yfirstéttin í Kína og Rússlandi.  

Stórkostlegar framfarir í heiminum að menn sem baða börnin sín upp úr skólpi skuli alltaf eiga vopn til að drepa alla í næsta þorpi. 

Þökk sé þróunaraðstoðinni og blessun siðmenningarinnar frá Vesturlöndum, Rússlandi og Kína. 


mbl.is Meiri hermaður en prins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband