Gott fyrir glæpamenn sem kjósa þá VG og Samfylkinguna.

Eitthvað er að hjá því fólki sem heldur að lögreglan hafi tíma, eða áhuga, til að hlera símann hjá venjulegum borgurum.

Sjálfsagt er að sjá til þess að það geri lögreglumenn ekki í persónulegum tilgangi og það á að vera í höndum dómstóla.

Enginn á að hafa heimild til að gefa sjálfum sér heimild til að hlera síma eða beita öðrum slíkum úrræðum.

Hvorki einstakir starfsmenn,  eða einstakar stofnanir,  og það verklag á að tryggja með lögum. 

Þannig sé það allt önnur starfsstétt, í allt annarri stofnun, sem heimilar lögreglunni að beita slíkum úrræðum. 

Hjá dómstólum á lögreglan að fá allar þær rannsóknarheimildir sem þörf er á.

Svo fremi sem rannsóknargögn séu nægilegur grundvöllur þeirra að mati dómara.

Ég hef áður ritað um ástæður þess að harðlínu vinstri menn vilja skerða þessar heimildir lögreglu: 

Kommúnistar ennþá sárir og sýna glæpamönnum samlíðan í verki.

Vopnuð bylting var á stefnuskrá Kommúnistaflokks Íslands sem tók við beinum fyrirskipunum frá Moskvu.

Til að fela tengslin var nafni flokksins seinna breytt í Sósíalistaflokkur, þá Alþýðubandalag og loks í VG.

Að sjálfsögðu var það hlutverk lögreglu Íslendinga á hlera símanna hjá þessum byltingarfélögum Sovétríkjanna.

Félögum þessum fannst þeim misboðið og eru ennþá móðgaðir og sárir yfir þeirri löggæslu.

Þó að þeir hafi aðeins ætlað að fremja, hér að eigin áliti, alveg nauðsynlega byltingu.

Þar ætluðu kommúnistar ekki að spyrja þjóðina álits frekar en ráðherrarnir nú.

Kommarnir eru að reyna að gleyma því sjálfir, en við hin munum að síðast árið 1968 ruddust Sovétríkin inn í Tékkóslóvakíu.

Og brutu þar á bak aftur tilraunir þjóðanna þar til að öðlast frelsi undan ofbeldi og oki kommúnismans.

Og þrátt fyrir að íslenskum kommúnistum tækist ekki að hrifsa hér völdin með glæpsamlegum hætti.

Þá finna þeir ennþá til með þeim glæpamönnum er þola þurfa eftirlit og símhlerun lögreglu.

Það var nú von.


mbl.is Úrræði lögreglu skert til muna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist hafa mikinn áhuga og ansi gaman af kommúnistum.  Ertu það nokkuð sjálfur?

Skúli (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 01:41

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í æsku las ég Þjóðviljann af miklum móð, ásamt auðvitað fleiru.

Mér finnst það vissulega óborganlega fyndið að enn skuli einhverjir halda sig við þeirra ráð.

En þú mátt ekki halda að ég treysti frekar á einhverjar allsherjarlausnir úr öðrum áttum.

Viggó Jörgensson, 1.12.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband