Breytt landslag í bandarískum stjórnmálum.

Hin ráðandi hvíta yfirstétt hefur hingað til reynt að torvelda minnihlutahópum að nýta kosningarétt sinn.

Með því að flækja allt kosningaferlið tókst þeim að halda ýmsum frá kjörstað. 

Fólki sem ekki var vel að sér í ensku, illa læst eða ólæst.

Það fólk kaus ekki vegna kosningaskráningarkerfis sem er hreinlega fáránlegt miðað við íslenskar reglur.

Þá tókst lengi vel að fæla sömu hópa frá með því að hafa kosningaseðilinn nægilega flókinn.

Demókratar hafa unnið gríðarlega vinnu í að hjálpa minnihlutahópum í gegnum kosningaferilinn.

Meðal annars með því að nota vel tímann sem gefst til utankjörstaðakosninga með sínu fólki. 

Gríðarlegur vöxtur eru í hópum spænskumælandi fólks sem upprunnið er í löndum sunnan BNA. 

Þeir eru orðir 16% landsmanna og hefur fjölgað um 43% á síðasta áratug.  

Mest er fjölgunin í suðurríkjunum þar sem vagga Repúblikana hefur legið í hálfa öld. 

Í  8 slíkum ríkjum er fjölgunin frá um 100% og upp í tæplega 148%  

Á sama tíma er Repúblikanaflokkurinn að færa sig frá þessu fólki með ofstækisfullum málflutningi gagnvart innflytjendum. 

Eina mið- og suðurríkið sem telst vera traust fyrir Demókrata er New Mexico og þar eru spænskumælandi orðnir 46% kjósenda. 

Í öðrum fylkjum í mið- og suðurríkjunum mál sjá áhrif af fjölgun spænskumælandi íbúa.

Í fylkjum eins Nevada 26.5% íbúa, Colorado 20.7% íbúa og Florida 22.5%

Og þar sem fylgi flokkanna er mjög svipað skiptir spænskumælandi hlutinn gríðarlega miklu mál þó að hann sé ekki svo stór.

Í fylkjum eins og  Norður Karólínu 8.4% íbúa, Virginia 7.9% íbúa og Wisconsin 3.6% íbúa.

Og Repúblikanar geta haldið áfram að svitna. 

Í Georgíu eru spænskumælandi íbúar 9% íbúanna sem hefur fjölgað um 96% á einum áratug.

Þar eru 16 kjörmenn og Romney vann með aðeins 8% mun. 

Í Arizona eru spænskumælandi íbúar 25% íbúanna sem hefur fjölgað um 46% á einum áratug.

Þar eru 11 kjörmenn og Romey vann með aðeins 11,4% mun. 

Í Texas eru spænskumælandi íbúar 32% íbúanna sem hefur fjölgað um 42% á einum áratug.

Þar eru 38 kjörmenn og Romey vann með um 15,8% mun. 

Tapi repúblikanir fylkjum eins og Texas, og fleiri slíkum, eru þeir búnir að vera sem leiðandi flokkur í bandarískum stjórnmálum. 

Það væri reyndar hið besta mál Bandaríkjamenn og heimsbyggðina alla.  


mbl.is Völdu Romney í stað Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband