Títanic sökk af mörgum samverkandi ástæðum.

Helstu mögulegar ástæður þess að Titanic sigldi á borgarísjaka og fórst:  

*Bógur skipsins var settur saman með lélegri járnhnoðum en venjulega voru notuð. 

*Járn og stál á þessum árum hafði allt of lélegt kuldaþol.

*Eldur hafði logað í kolageymslu þar sem stærsta rifan kom á skipið.

*Tvöfaldur botn var í Titanic en ekki tvöfaldar hliðar eins og þá var byrjað að smíða í skip.

*Menn í útsýnisturni skipsins höfðu ekki sjónauka eins og þeir voru vanir. 

*Útgerðarmaðurinn stjórnaði hraða skipsins en ekki skipstjórinn. Honum lá mjög á til New York.

*Útgerðarmaðurinn taldi enga ástæðu til að minnka hraða skipsins þrátt fyrir fréttir af ís á siglingaleiðinni.

*Skipstjórinn lét það yfir sig ganga að minnka ekki hraðann þrátt fyrir nokkrar áhyggjur af ís. 

*Engir ljóskastarar voru á farþegaskipum þeirra tíma, nema þeim sem fóru um skipaskurði.

*Það var hlýjast vorið, í 30 ár, það sem borgarísjakarnir komu og þeir voru óvenju sunnanlega.

*Áhafnasamstarf var afar lélegt: Undirmenn áttu ekki að tjá sig um öryggismál varðandi siglingu skipsins.

*Veðurskilyrði voru algerlega einstök, ládauður sjór, logn, ekkert tunglsljós.  Afar erfitt að greina ísjaka.

*Sumir úr áhöfninni töldu að borgarísjakinn, hafi á hliðinni sem snéri að skipinu, innhaldið mikið af leir og sandi. 

*Hugsanlega voru hillingar við sjóndeildarhringinn sem trufluðu sýnina framundan.

*Óvíst er að skipstjórinn hafi fengið öll þau skeyti um ís sem skipinu bárust.

*Loftskeytamennirnir lögðu meiri áherslu á farþegaskeyti en að taka á móti fréttum um ís.

*Stýri skipsins var allt of lítið miðað við stærð þess.

*Rangar aðferðir tíðkuðust við neyðarbeygjur.  Drepið var á öllum vélum þannig að virkni stýrisins minnkaði.

*Skipið hefði líklega þolað að sigla beint á ísjakann sem hefði þá verið betra en að beygja.

*Hefðu hin vatnsþéttu skilrúm skipsins náð hærra upp, hefði skipið náð að halda sér lengur á floti.

*Í nokkra stund var skipinu siglt á hálfri ferð eftir áreksturinn, sem fyllti það fyrr af sjó.

*Aldrei var slegið af hraðanum, nema í þoku, á þessum stærstu farþegaskipum þessarra ára.

Hér er fyrri samantekt mín um Titanic; viðbætur og athugasemdir eru afar vel þegar.  

http://viggojorgens.blog.is/admin/blog/?entry_id=1234973
mbl.is Nútímaútgáfa af Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband