Pólitíkin sem leyfði þeim bókstaflega allt.

Hörmung er að heyra í drengnum og blöskrar kannski fleirum en mér.

Stjórnmálin í Evrópu og á Íslandi samþykktu lög og reglur sem gáfu hinum ungu bankamönnum frítt spil.

Stjórnmálamenn, almenningur, fjölmiðlar, fræðimenn og jafnvel bankaráðsmenn, létu þá plata sig. 

Þeir máttu nánast allt enda fengu þeir meiriháttar mikilmennskubrjálæði og misstu dómgreindina og siðferðið með.

Það er að segja þeir sem höfðu áður einhvert siðferði og dómgreind sem ekki var í öllum tilfellum.  

Barnungir bankapiltar umgengust fé almennings og hluthafa eins og þeir væru í fjárhættuspili.

Þar sem þeir persónulega ættu gríðarlega möguleika á hagnaði en ættu ekki að bera neina áhættu sjálfir.

Allt snerist um að stýra málum þannig að þeir fengju svívirðilegar launauppbætur.  

Það man kannski einhver eftir sjónvarpviðtölum við hrokafulla bankastjóra sem töluðu eins og yfirráðherrar.

Sem voru löngu komnir út úr þeim veruleika sem við almenningur lifum í.  

Enn aðrir létu svo kaupa sig til að láta skuggastjórnendur úr hópi ósvífinna hluthafa stjórna sér til óhæfuverka.

Gegn betri vitund en ætluðu að vera farnir burt með mútur sínar og launbætur áður en kæmi að skuldadögum.   

Allur sóðaskapurinn kemur frá Bandaríkjunum þar sem fæst er til eftirbreyti í fjármálum siðaðra samfélaga.


mbl.is Hreiðar: Pólitíkin gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband