Náið samstarf hófst eftir 9/11 í New York og innrásina í Írak.

Gaddafi einræðisherra í Líbýu slapp með skrekkinn þegar Reagan forseti lét skjóta á hann eldflaugum árið 1986.

Eftir sameiginlega innrás í Kúveit árið 1991 sá hann að einræðisherrar gætu ekki lengur gert hvað sem er.

Árið 1998 lét Clinton forseti skjóta eldflaugum á búðir hryðjuverkamanna í Afganistan. 

Eftir það reyndi Gaddafi að fjarlægja sig frá hryðjuverkamönnum í augum vesturlanda.

Þegar turnarnir voru sprengdir niður í New York hófst hann strax handa til að kaupa sér frið frá innrás í Líbýu. 

Þegar innrásin var gerð inn í Írak árið 2002, varð hann skelfingu lostinn. 

Sendi þá son sinn Saif al-Islam og Moussa Koussa þáverandi forstjóra leyniþjónustu Líbýu til að semja við MI6. 

Fulltrúar MI6 flugu svo á fund CIA ásamt Bush forseta Bandaríkjanna.  

MI6 og CIA gerðu svo leynisamninga við stjórn Líbýu en einnig opinbera samninga. 

T. d.  um bætur til fjölskyldna þeirra sem fórust með PanAm vélinni sem Líbýumenn sprengdu yfir Skotlandi.  

Og framsal þess leyniþjónustumanns er framkvæmdi verkið, til Skotlands.   

Gaddafi þurfti að hleypa CIA og MI6  inn á gafl hjá sér svo að þeir gætu skoðað í vopnageymslurnar.

CIA vissi þá þegar af kjarnorkuvopnaáætlun Gaddafi sem hafði keypt nokkuð af slíkum efnum af Pakistana. 

Gaddafi þurfti að láta kjarnorkuhráefni sín af hendi og samþykkja að eyða eiturefnavopnum í landinu. 

Í þeim efnum dró hann fæturna eins og honum var nokkur kostur en átti orðið lítið eftir. 

Hann neyddist einnig til að aðstoða vesturveldin í leit að hryðjuverkamönnum um allar jarðir. 

Seinna sá Gaddafi mjög eftir að hafa gert þessa samninga og kenndi Moussa Koussa um að hafa samið svo illa. 

Hann var lækkaður niður í tign utanríkisráðherra og var einn af þeim fyrstu sem flúði frá Líbýu eftir að mótmælin hófust.

Moussa Koussa vissi allra manna best á hverju hann átti von. 


mbl.is Náin samskipti við CIA og MI-6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband