Björn er okkar helsti sérfræðingur um utanríkis- og varnarmál.

Sem sérstakur áhugamaður um varnarmál, blaðamaður með utanríkismál sem sérgrein og síðar stjórnmálamaður.

Hefur Björn Bjarnason, um áratugi, verið okkar helsti sérfræðingur á sviði utanríkismála og varnarmála. 

Hvaða skoðun sem menn hafa á stjórnmálaskoðunum Björns, er mönnum réttara að viðurkenna þessa staðreynd. 

Það mættu bloggarar athuga vilji þeir vera verðir viðurmælis.  


mbl.is Ísland varð að skiptimynt í valdabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gott og vel. Björn ritaði um 80 síðna langan kafla um hermál landsins í sögu Stjórnarráðsins 1964-2004. Í sama riti var sagt í einni setningu um hvernig staðið var að koma á fót samræmdu heilbrigðiseftirliti í landinu í tíð Magnúsar Kjartanssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1971-74. Þá var grundvöllurinn að samræmdu heilbrigðiseftirliti lagður í landinu. Á þessu byggðist vöruvöndun og rækt við að framleiða góða vöru til útflutnings.

Hvort var mikilvægara þjóðinni sérþekking á hernaðahyggju eða helstu atvinnuháttum þjóðarinnar?

Mér finnst aðdáun þín á hernaðarfræðum draga þig dáldið út í blindgötu, Viggó. Verðum við ekki að lifa í þeim veruleika sem stendur okkur næst? Betri er stefna EBE í málefnum Evrópu en sú kaldrifjaða utnaríkisstefna sem Bandaríkjamenn hafa fylgt: að vera n.k. alheimslögregla sem byggist fremur á glórulítillri hernaðarhyggju en friðsamlegum diplómatískum lausnum sem byggja á framtíðarsýn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.7.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Minn kæri Guðjón Sigþór.

Það er alveg óþarfi að við séum að búa okkur til misklíð.

Að sjálfsögðu er þekking á atvinnuháttum og landshag sú mikilvægasta sem stjórnmálamenn þurfa að hafa.

Það breytir því ekki að heimurinn er á köflum vondur og nauðsynlegt að huga að öryggismálum. 

Þú manst að Jörundur Hundadagkonungur lagði undir sig landið með einni skipsáhöfn af hlaupamönnum. 

Ég hef algera andstyggð á hernaði og þeim viðbjóð sem stríð er. 

Við erum í Evrópu og þurfum að eiga sem best samstarf við Evrópubúa.

Þess vegna erum við í EFTA og þannig þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu. 

Og það nægir okkur prýðilega. 

Allt fyrir ekkert, fannst mönnum að Jón Baldvin túlkaði ávinning okkar af EES samningnum.

Evrópusambandið ætlar einmitt að koma sér upp her. 

Mér finnst alveg nægilegt að við séum í NATÓ þó að við séum ekki að ganga í fleiri hernaðarbandalög. 

Mér finnst bandaríska þjóðfélagið að flestu leyti andstyggilegt þjóðfélag

og enga hugmyndafræði þangað að sækja frekar en til gamla Sovétsins. 

En meðal annars vegna yfirgangs Bandaríkjanna er heimurinn viðsjárverður. 

Þess vegna verðum við að hafa þekkingu á varnar- og öryggismálum þó að það sé af illri nauðsyn.

Ég sé ekki að við séum í grundvallaratriðum ósammála þó við höfum mismunandi áherslur.

Þannig tel ég t. d. óþarft að ganga í Evrópubandalagið

þó að ég vilji að við eigum sem best samskipti  við Evrópubúa. 

Þeir hákarlar sem stjórna auðmagninu í Evrópu eru engu betri en þeir í Ameríku.  

Viggó Jörgensson, 2.7.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Annað hvort BNA eða EVRÓPA? Hvernig væri að standa bara álengdar og eiga vinsamleg samskipti og ábatasöm viðskipti við báða?

Árni Gunnarsson, 3.7.2011 kl. 21:39

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það höfum við gert Árni.

Samt óþarfi að hafa að átrúnaði það sem gerist í annarri hvorri heimsálfunni.

Í eina tíð sósialismi svo nýfrjálshyggja og nú einhvers konar evrópskt sósíaldemókratí.

Ég sé það eitt við öll þessi allsherjar hjálpræði að þau virka ekki sem slík.

En ætíð eru nægir til að hlaupa á nýjan vagn hjá nýjum spámönnum.

Viggó Jörgensson, 4.7.2011 kl. 01:18

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég sé samt ekki Árni

þessa þörf manna að selja sál sína einhverjum erlendum hugarstefnum og verja þær svo eins og hundur á roði. 

Til dæmis þetta ESB trúboð er það eitthvað skárra en nýfrjálshyggja?

Það fyrra er langt komið að kæfa sig sjálft í endalausri lagaþvælu.

Það seinna vill hvorki lög né reglur.     

Viggó Jörgensson, 4.7.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband