Fólk í ferðaþjónustu.

Það eina sem réttlætir tilvist kóngafólks í nútímanum. 

Eru þær tekjur sem konungsríki hafa af konungdæminu. 

Í Frakklandi má skoða Versali sem eru ævarandi minnismerki um forheimsku yfirvalda og kúgun almennings.

Heimskan og vitleysan, í kringum kóngafólk, er samt yfirgengileg og það hjá þjóðum þar sem sumir svelta og deyja úr kulda. 

Og ekki slær breska konungsfjölskyldan sjálf, slöku við að úrkynja sig.  Diana og nú þessi Kata. 

En auðvitað er ég bara öfundssjúkur, að finna engan kóng í minni ætt nema einhverja eins og flestir Íslendingar geta.

Eins og Ólaf hvíta Ingjaldsson er fæddur var 830 og var herkonungur í Dyflinni, Björn bunu hersi (f. 770) Veðrar-Grímsson Vatnarsonar konungs í Noregi og Rögnvald mærajarl sem var sonur Eysteins konungs glumru á Englandi.   

Afi okkar Rögnvaldur, er lést 894,  var faðir Göngu-Hrólfs jarls í Normandí sem Rúðujarlar og Englandskonungar eru komnir út af.  

Við Íslendingar erum komnir af norskum, írskum og enskum kóngum og erum af mun eldri og virðulegri ættum en Bretar.

Svo að auðvitað er maður fúll að vera ekki boðinn í brúðkaupið.  

Hefði hvort sem er ekki mætt. 

Er að taka til í geymslunni og fara út með ruslið.  

 


mbl.is Bein útsending frá brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit af Haraldi hárfagra sem forföður, sem ég held að þú getir líka stært þig af, en Haraldur sjálfur rakti ættir sínar til Óðins.  Ég sé ekki þetta lið rekja ættir sínar til sjálfra Guðanna.

Við etum bara verið sáttir með það hlutskipti og horft niður á þetta smámannlega prjál í Fuckingham palace.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei Jón Steinar

Veit ekki til að ég sé í ætt við Harald lúfu hárfagra. 

Hins vegar var Egill Skallagrímsson forfaðir minn.  

Þar er kannski kominn skýringin.  

Að maður gubbaði ekki yfir gestgjafanna eins og Egill forðum. 

Viggó Jörgensson, 29.4.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband