Verður Siv menntamálaráðherra?

Sú góða stúlka Siv Friðleifsdóttir var aldrei framsóknarmaður.

Framsóknarflokkurinn fékk hana í brúðkaupi. 

Siv sem er ágætur jafnaðarmaður gæti ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sem best gengið í Samfylkinguna. 

Þau eru bæði jafnaðarmenn og vilja í Evrópusambandið.  

Í Framsóknarflokknum tíðkast höfðinglegar móttökur.

Slík styrking á ríkisstjórninni kostar ráðherrastól, nefndarformennsku og sendiherrastöðu í morgungjöf. 

Rétt fyrir kosningar yrði Siv svo stofuprýði í utanríkisþjónustunni og Guðmundur ráðherra. 

Okkar frábæri menntamálaráðherra fer senn í barneignaleyfi. 

Og hefur hugboð um að þeir Steingrímur og Árni ætli að vega hana úr launsátri, af ráðherrastólnum. 

Árni ætlaði sér auðvitað stólinn fyrir hundslega fylgisspekt við Steingrím.  

Hækkun í þingflokksformann var liður í þeirri sláturtíð á ungum mæðrum í stjórnmálum. 

Slíkar liljur eiga að fegra framboðslista en ekki þvælast fyrir í femínistaflokknum. 

En nú eru líkur á að Össur sé búinn að selja ráðherrastól Árna.  

Allt frétti ég síðust hefur Jóhanna oft sagt okkur. 

En meira að segja hún veit að Össur er að reyna að fá sér styrkingu.  

En Árni getur áfram fengið að vera fótaskammel við stólinn hjá Steingrími.

Sumra eðli er að liggja við fætur húsbóndans.  

Trúflokkur Steingríms verður að sjá á bak einum ráðherrastól þar sem safnaðarfólki fer fækkandi. 

Ríkisstjórnin hangir nánast á listamannalaunum Þráins Bertelssonar.

Það er þessi sem upplýsti að þau 5% kjósenda sem sendu hann á Alþingi, væru fábjánar.       

 


mbl.is Eru Siv og Guðmundur á útleið úr Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þægir rakkar liggja gjanan við fætur húsbænda sinna í von um að einhverjir molar falli af borðinu.

Þægur rakki ræðst heldur ekki á húsbónda sinn þó hann berji hann, heldur leggst enn fastar við fætur hans, sneyptur og sakbitinn. Í huga rakkans var húsbóndinn ekki vondur, einungis að siða hann örlítið til.

Þetta sannast vel á Árna Þór. Hann liggur við fætur Steingríms í von um upphefð. Hann leifði Steingrím að berja sig úr stól þingflokksformanns til að styrkja fylgi ríkisstjórnarinnar fyrir kvöldið og eins og þægur rakki mun Árni Þór vissulega kjósa rétt fyrir húsbónda sinn.

Steingrímur getur því leikið sér með Árna Þór eins og rakka, það veit Steingrímur og það gerir Steingrímur!

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta trúfélag VG er nú einu sinni einkafyrirtæki Steingríms. 

Viggó Jörgensson, 13.4.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband