Meirihluti þingflokks VG braut lög á Guðfríði Lilju. - Missir 15% kaupálag.

Þingflokksformenn fá 15% launaálag ofan á kaupgreiðslur sínar. 

Enginn vafi er á að lög voru brotin á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur með því að svipta hana launuðu starfi vegna fæðingarorlofs hennar.   

Þingflokkur VG og eða Alþingi eru a. m. k. skaðabótaskyld vegna þessara 15% af launum sem Guðfríður Lilja var svipt. 

"Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað 1995 nr. 88 28. júní ... Tóku gildi 1. júlí 1995. " Með síðari breytingum.

"... 3. gr. ... Formenn þingnefnda, sbr. 13. gr. þingskapa, og formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup..."

"[13. gr.]1) [Alþingismaður á rétt á fæðingar- og foreldraorlofi og fer um lengd þess og greiðslur meðan það varir samkvæmt lögum nr. 95/2000..."

" Lög um fæðingar- og foreldraorlof 2000 nr. 95 22. maí...

VIII. kafli. Sameiginleg ákvæði.

29. gr. Réttur til starfs. Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Starfsmaður skal eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi. Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning.

30. gr. Vernd gegn uppsögnum. Óheimilt er að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs skv. 9. eða 26. gr. eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðrar konu og konu sem nýlega hefur alið barn.

31. gr. Skaðabótaskylda. Brjóti vinnuveitandi gegn ákvæðum laga þessara varðar það skaðabótaskyldu samkvæmt almennum reglum..."


mbl.is Aðrir ættu að íhuga sína stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Og Árni Þór var rétt í þessu að fullyrða á Rás 2 að þetta hefði engin áhrif á kjör, væri eiginlega bara virðingarstaða.

Hann er nú meiri pappakassinn.

Billi bilaði, 11.4.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Hvumpinn

Allt sem verður Voða Glærum að óhamingju gleður mitt hjarta :)  Og það er af nógu að taka.

Hvumpinn, 11.4.2011 kl. 18:00

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Á þingmaður sem fellur í þingkosningum meðan á fæðingarorlofi stendur rétt á að setjast á þing þegar fæðingarorlofi lýkur ??

Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið.  

Þetta sjónarmið á ekki við í þessu tilfelli Jón Ingi.  

Væri þingflokkurinn t. d. horfinn af þingi, eftir kosningar, er starfið augljóslega ekki lengur til. 

En þingflokkur VG var ennþá til, og Guðfríður Lilja ekki dottin af þingi.  

Tímasetningin er klárt lögbrot, þar sem um launalækkun er að ræða.  

Augljóslega getur t. d. ráðherra ekki verið viss um að halda því embætti.   Flokkurinn væri mögulega ekki lengur í ríkisstjórn. 

Ráðherra mætti hins vegar ekki svipta því embætti daginn sem hann mætti aftur til starfa, eftir fæðingarorlof.    

Það væri hægt að standa slíku þannig að öllum væri ljóst frá upphafi að hverju þeir gengju, svo fremi sem flokkurinn væri í stjórn.  

Viggó Jörgensson, 11.4.2011 kl. 18:40

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í þingflokkunum eru kosnir formenn og varaformenn.

Af sjálfu leiðir að ef formaðurinn forfallast, gegnir varaformaðurinn formannsstörfum í forföllum formannsins.

Formaðurinn hefur svokallaðar réttmætar væntingar um að taka við formannsstörfum þegar hann mætir til starfa á ný.

Í stjórnmálum er auðvitað nokkur sérstaða.

Hún getur verið sú að þingflokksformaður sé kosinn árlega eða einu sinni fyrir allt kjörtímabilið. Sé hann kosinn árlega gæti vel verið að formaðurinn mætti gera sér ljóst að hann næði ekki kjöri í næstu kosningu.

En að framkvæma slíka kosningu daginn sem formaðurinn mætir úr fæðingarorlofi og missir við það 15% álag í laun

er bara eitthvað sem ekki er löglegt.

Guðfríður Lilja myndi fá dæmd þessi 15% í þann tíma sem hún hefði að óbreyttu haldið formannsembættinu.

Það tjón myndi lenda á ríkinu og er aukaatriði hvernig það yrði fært í ríkisreikningunum, sem frádrag af fjárveitingu Alþingis eða þingflokksins sérstaklega.

Á Íslandi eru ekki sérstakir aðstoðarráðherrar eins og í stærri löndum.

Í slíku tilfelli færi niðurstaða sambærilegs máls eftir því sem um hefði verið samið á milli viðkomandi ráðherra, þingflokks og þess sem leysti ráðherrann af.

Væri bókað að ráðherrann kæmi til starfa á ný, samið við annan um að leysa hann af í þennan tíma, og flokkurinn ennþá í ríkisstjórn.

Þá væri algerlega sambærilega ólöglegt að svíkja slíka samninga daginn sem ráðherrann kæmi aftur úr fæðingarorlofinu.

Væri ekki um neitt slíkt samið, á ráðherrann ekki lögvarða kröfu til að taka við ráðherraembættinu og ráðherralaununum,

þegar hann mætir aftur til starfa.

Á milli þeirra Árna Þórs og Guðfríðar Lilju stendur að nokkru leyti orð gegn orði.

Dagsetningin er hins vegar ljós. Og þar er þingflokkur VG í merinni.

Geta ekki logið sig út úr því, þó að næga hafi þeir æfinguna.

Viggó Jörgensson, 11.4.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband