Þurfum að greiða samt segir Jóhanna, "bara með öðrum hætti"

Jóhanna Sigurðardóttir sagði glottandi í Sjónvarpinu í kvöld að við yrðum samt að greiða icesave skuldina sem við þjóðin höfum neitað í tvígang.   

"...en fólkið stendur samt frammi fyrir því að það þarf að greiða þá þessar skuldir óreiðumanna núna, ef að NEI-ið verður ofan á, bara með öðrum hætti..."

Þó það yrði ekki samkvæmt þessum samningi yrði það eftir að við yrðum dæmd til þess að borga.

Fyrr í sama þætti sagði hún að taka yrði hart til varna fyrir EFTA dómstólnum.   

Það verða þá varnir í lagi en ekki fyrir okkur Íslendinga. 

Varðveiti oss allir heilagir.

 

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4575506/2011/04/10/

Forsætisráðherra Íslendinga viðurkennir greiðsluskyldu okkar

þar sem þátturinn er rúmlega hálfnaður.  

 


mbl.is Fleiri segja já í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit ekki á hvaða plánetu þetta fólk lifir. Ef hún er svona brjálæðislega illa upplýst um málið, þá fyrirgef ég henni örvæntinguna og yfirganginn í aðdragandanum....svei mér þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 02:52

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já blessunin.

Nú orðið veit hún eiginlega ekkert hvað hún er að segja. 

Það hentar henni betur að segjast ekki hafa heyrt af málinu, enginn hafi minnst á það við hana,

og að hún minnist þess ekki að hafa heyrt af því fyrr.

Svona eins og þegar hún hafðí eiginlega aldrei heyrt minnst á Má Guðmundsson seðlabankastjóra.  

Viggó Jörgensson, 10.4.2011 kl. 03:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti setja hana og Steingrím á námskeið í diplómatík, þar sem þau geta lært að halda kjafti á réttum stöðum í stað þess að gubba stöðugt út úr sér staðleysum sem síðan verða fyrirsagnir í heimspressunni daginn eftir. Þau tala alltaf eins og þau sitji í baðstofunni við Þystilfjörð, svo langt frá heimsins vígaslóð.  Hvað höfum við gert til að eiga svona lopalagða skilið?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 04:40

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sko strákar.  Ef að kerlingarálftin nær ekki stefnu nú næstu daga, þá er leiðsöguforritið bilað og þar með kerlingin stjórnlaus. 

En ef það tækist að auka hraða hennar frá jörðu þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af henni  fyrr en eftir svona 3 til 400 ár, stórsporbaugur.  En vesalings fólkið þá. 

   

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 04:40

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"FRYKTER KAOS ETTER NYTT NEI PA ISLAND." er forsíðufrétt Aftenposten í dag. Good job Jóhanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 07:31

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta eru stjórnmálamenn gamla tímans.

Það þarf að losna við þessa tegund af stjórnmálamönnum sem fyrst.

Eins og alla þessa sem samþykktu icesave III á Alþingi.  

Til hamingju með daginn............ 

Viggó Jörgensson, 10.4.2011 kl. 11:42

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún heldur uppi samabölmóðnum í dag og hnykkir heldur á í Silfri Egils.  Ég veit ekki alveg hvort að hún er að hóta dauðanum og djöflinum, en ég get ekki skilið afstöðu hennar út frá annarri forsendu.  Hún þarf að fara.  Það er orðin mikil hætta á því að hún ætli sér að draga lappirnar og ná fram verstu mögulegu kringumstæðum til að bjarga eigin andliti og geta sagt: "Sagði ég ekki?"  Það yrðii hryllilegt skipbrot fyrir hana og Steingrím ef það rættist úr málum í kjölfar þessa. Því eru þau einfaldlega hættuleg þjóðinni eins og stendur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 16:45

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sjálfur Freud kallaði svona sjálfsdýrkun narcissism eftir hinum bilaða Grikkja sem varð ástfanginn af eigin spegilmynd.

Það er mjög fróðleg lesning og má þar sjá samsömun við marga frægustu brjálæðinga sögunar og samtímans. 

Ákveðið stig er talið innan heilbrigðismarka en þegar komið er út fyrir alla sjálfsgagnrýni er hún sjúkleg.  

Eins og til dæmis þegar Steingrímur lýsir því yfir að hann sé hæfastur í heimi hér til að stjórna hér öllu eftir að icesave III yrði hafnað. 

Sjá nánar:   http://en.wikipedia.org/wiki/Narcissism

Viggó Jörgensson, 10.4.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband