Jóhanna með morgunógleði. Öll stjórnsýslan fer í feluleik og síðastaleik.

Þó að einvaldskóngar gætu stjórnað bæði dómstólum, framkvæmdavaldinu og haft lögin í sál sinni.

Þjáðir af skyldleikaræktun, blýeitrun og sýflis í höfðinu fengu þeir aldrei þá hitasótt og óráð að þeir næðu að semja slíkan þvætting sem þetta frumvarp Jóhönnu.

Svona losaragangur bara tilræði við sjálft réttarríkið.     

Neðangreint má lesa í 2. kafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. 

Hvernig skyldi þá stjórnsýslan og útkoman verða þegar menn vita ekki lengur í hvaða ráðuneyti þeir starfa þann daginn. 

Eða hvort þeir eru í ráðuneyti, undirstofnun eða yfir mötuneyti stjórnarráðsins en ekki landbúnaðarráðherra?  

  (Leturbreyting VJ.)

"...Samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað var komið á fót með skriflegu samkomulagi 21. febrúar 2006. Hópurinn var vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta. Fram kom að hann væri ráðgefandi og tæki ekki ákvarðanir um aðgerðir. Í samkomulaginu um stofnun samráðshópsins er það ekki tilgreint sem verkefni hópsins að semja sameiginlega viðbúnaðaráætlun stjórnvalda.

Á hinn bóginn virðist ljóst að bæði Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi litið til samráðshópsins varðandi frumkvæði að sameiginlegum viðbúnaðaraðgerðum og samhæfingu. Ekki síst átti það við um aðgerðir sem kröfðust pólitískra ákvarðana.

Verður því ekki annað séð en að samráðshópnum hafi í framkvæmd verið ljáð meira vægi varðandi undirbúning aðgerða en leiddi beint af ákvæðum samkomulagsins frá 21. febrúar 2006. Í það minnsta er ljóst að hvergi annars staðar í stjórnkerfinu var unnið að sameiginlegum viðbúnaðaráætlunum.

Þessi óljósa staða um valdsvið og ábyrgð samráðshópsins virðist m.a. hafa leitt til þess að ekki lá skýrt fyrir hver stýrði, samhæfði og bar ábyrgð á viðlagaundirbúningi íslenska ríkisins vegna fjármálaáfalla.

Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.

Tillögur og skjöl um nauðsyn viðbúnaðar sem einstakar stofnanir lögðu fram í samráðshópnum fengu hvorki formlega afgreiðslu þar né hjá ráðherrum sem áttu fulltrúa í hópnum.

Verður því ekki annað séð en að mjög hafi skort á að vinnu samráðshópsins hafi verið stýrt á markvissan hátt, bæði af hálfu hópsins sjálfs sem og ráðherranna.

Í því samhengi bendir rannsóknarnefnd Alþingis sérstaklega á að þegar á hólminn var komið og bankarnir riðuðu til falls var ekki fyrir hendi sameiginleg viðbúnaðaráætlun stjórnvalda.

Sárlega þurfti þá á henni að halda..."


mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband