Ofurtraustið á tölvurnar.

Stundum verða langir eftirmálar með þessa fjarlægðarskynjara eftir jafnvel lítilsháttar árekstra.

Tryggingarfélögin eru komin með matskerfi sem viðgerðarmenn eiga að vinna eftir. 

Þá vill nú yfirferð á rafmagnstengingum sitja á hakanum. 

Tölvubúnaður er geysilega viðkvæmur fyrir hnjaski og sambandsleysi.   

Tengingar sem hafa orðið fyrir hnjaski, t. d. við árekstur, þarf að yfirfara mjög gaumgæfilega. 

Jarðtengingar er eitt sem vill gleymast að athuga í bílum. 

Saltpækillinn hér á götum höfuðborgarsvæðisins er með því versta, í víðri veröld, fyrir rafkerfi bíla.  

Bilanagreiningartölvur átta sig oft ekki á lélegum jarðsamböndum. 

Ungir bifvélavirkjar treysta sumir of mikið á tölvutæknina við bilanaleit. 

Ofangreint þekki ég allt af eigin reynslu. 


mbl.is Fjarlægðarskynjari brást og allt í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Bílaumboðin eru glæpafyrirtæki.

corvus corax, 23.2.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Einar Steinsson

Það er svo mikið af óþarfa drasli í nútíma bílum. Ég á tvo bíla, annar er fornbíll, ekki svo mjög gamall samt, árgerð 1976. Hinn er nútímabíll árgerð 2002. Báðir eru frá sama framleiðanda og teljast í svipuðum stærðarflokki. Sá gamli er tæpum 500kg léttari heldur en sá nýrri. Þetta gildir um flesta bíla, á síðustu 20-30 árum hafa bílar þyngst um mörg hundruð kg.

Hver þarf fjarælgðarskynjara? Hvernig væri bara að hafa athyglina við það sem menn eru að gera. Það sem ekki er í bílnum getur ekki bilað.

Einar Steinsson, 23.2.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góðgerðarfyrirtæki eru þau ekki HRAFN. 

Viggó Jörgensson, 23.2.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Einar þetta er nákvæmlega málið.

Viggó Jörgensson, 23.2.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband