Var það ekki Þorgerður sjálf?

Var það ekki menntamálaráðherrann Þorgerður sem studdi fjölgun háskóla sem mest hún mátti ?  

Er Þorgerður að breytast í vinstri konu? 


mbl.is Óhjákvæmilegt að sameina háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Jú en það var í góðærinu. Það er engin mótsögn í því.

Þegar Bifröst og HR voru stofnaðir, voru líka til öflug fyrirtæki í landinu sem stuttu háskólastarf. Þau eru ekki til staðar lengur.

Kári Harðarson, 18.10.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Mig minnir að við Íslendingar höfum verið eitthvað rúmlega 300.000. í góðærinu og Háskóli Íslands í fjársvelti. 

Viggó Jörgensson, 18.10.2010 kl. 16:51

3 Smámynd: corvus corax

Þessi kerling er ómarktæk, hvað sem hún lætur út úr sér. Hún er einn af svartari blettum á alþingi og er þá langt til jafnað!

corvus corax, 18.10.2010 kl. 17:15

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vil meina að hún hafi bara staðið sig nokkuð vel sem menntamálaráðherra - þar átti hún líka að vera en ekki að gaspra út og suður sem líklega varð hennar .........

Jón Snæbjörnsson, 18.10.2010 kl. 17:31

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já blessunin.

Sjálfstæðisflokkurinn fór úr 40% í skoðanakönnunum niður í 35% þegar Þorgerður kom inn aftur.

Ég þekki dökkheiðbláa sjálfstæðismenn sem ætla ekki að kjósa flokkinn aftur nema kúlulánafólk og aðrir hrunverjar hætti.

Þorgerður, Illugi, Tryggvi Þór, Guðlaugur, Bjarni Ben. o. s. frv.

Frá sjónarhóli flokksins væri það auðvitað best, en þau um það. Ef þau hættu gæti flokkurinn átt á hættu að fara upp fyrir 50% fylgi.

En það er líka fólk í hinum flokkunum sem ætti einnig að hvíla sig, og okkur, frá þingstörfum þeirra.  

Að mínu mati eru þarna 10-12 einstaklingar sem eitthvað erindi eiga á löggjafarsamkomuna.

Hitt er svona fólk sem á að halda sig heima í héraði.  Sómafólk sumt af því.  

Taka að sér verkefni við hæfi.   Standa fyrir hestamótum, þorrablótum, hlutaveltu til styrktar kvenfélaginu o. s. frv.

Viggó Jörgensson, 18.10.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband