Frekar að stofna tvö ríki hérlendis.

Hvaða samkomulag er blessuð konan að tala um?

Evrópusambandið kemur aldrei til með að hafa neitt með auðlindir okkar Íslendingar að gera.

Það er bara ekkert til að semja um. 

Forfeður okkar börðust ekki fyrir sjálfstæði og til að losna við arðrán erlendra kaupmanna

til að fá yfir okkur innlenda kaupmenn á einkaþotum 

og því síður til að leggjast lúsug undir erlendu kaupmennina aftur. 

ALDREI. 

Nema að stofnuð verði tvö ríki í landinu.

Annað í ESB og hitt ekki.   


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Viggó, er ekki þjóðarbúið hvort eð er á hausnum? Er nokkuð betra að lappa upp á krónuna og sjálfstæði? Hver er munurinn á einhverjum auðvaldsinnuðum embættismönnum og pólitíkusum, eða bara Evrópusambandið?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

sammála

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.10.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Viggó, varstu ekki búinn að frétta að Íslendingar eru í óða önn að selja frá sér auðlindirnar? - og það án hjálpar ESB...

Sigurður Hrellir, 17.10.2010 kl. 19:37

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Ólafur sem fyrr.

Helgi Þór. Við höfum oft séð það svart. Kreppur koma og fara. Framtíðarhorfur okkar eru öfundsverðar ef við höldum rétt á spilum.

Höfum auðlindir okkar fyrir okkur sjálf venjulega fólkið í landinu.

Og það er einmitt málið Sigurður Hrellir. Alger svik þessarar vinstri stjórnar í öllu sem að því snýr.

Steingrímur aumingi át öll sín kosningaloforð fyrir ráðherrastól og Jóhanna og Össur vilja alþjóðavæða hér alla hluti.

Steingrímur hefur þá afsökun að hann er hreinlega bilaður. Heldur að hann persónulega sé hugsjónin, ekki það sem hann dreymdi um ungur.

Jóhanna er bara frekur fáráðlingur og skilur ekkert í neinu af þessu, þó að hún sé vel meinandi. Það bara búið að ljúga að henni að ESB sé það besta.

Össur er greindur en snargalinn og hefur alltaf verið. Hann bara er hreinlega ekki á meðal vor. Sástu myndina af honum frá þingsetningu.

Eini maðurinn sem gekk brosandi bísperrtur eins og keisarinn sem var ber. Allt bara í allra stakasta lagi, skítt með svangan skrílinn.

Össur er fyrsti maðurinn í sögunni sem réðist á Alþingi að störfum. Ekki var hann ákværður svo að ég muni eins og þessi níu nú.

Svo þurfa flugmenn og alls konar sléttir að fara í reglulegar strangar læknisskoðanir.

Það eru hins vegar engar reglur um að stjórnendur landsins megi ekki vera geðvilltir, siðblindir, snargalnir, eða alveg út úr heiminum.

Það þykir í lagi í einræðisríkjum eins og þegar Bretsnev heitinn heilsaði sjálfum sér í speglum Kremlar.

Viggó Jörgensson, 18.10.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Unga fólkið okkar segir hreinlega að það ljúki hér námi fari svo og komi aldrei aftur nema sem gestir.

Það sé alveg á hreinu að það taki engar lífskjaraskerðingar út af icesave á sig eða neinar aðrar út af niðurrifsstarfssemi þessara snargölnu ráðherra.

Finnst þér það fyndið?

Viggó Jörgensson, 18.10.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband