Þjóðarsorg hruns í þjóðarskömm skrílræðis.

Það var hægara um að tala en í að komast.

Að stjórna landinu síðustu árin fyrir bankahrun. 

Bankakerfi eru ákaflega viðkvæm fyrir umtali.  

Það var beinlínis skylda stjórnvalda að tipla á tánum til að valda ekki óróa og óþörfu tjóni. 

Vinna að málunum bak við tjöldin og með mestu leynd.  

Og það voru ráðherrar og stjórnvöld að gera. 

Svo kom í ljós að það var bara ekki nægjanlegt.  

Nú segir Slitastjórn Glitnis fullum fetum að helstu eigendur bankans hafa hreinlega rænt hann innan frá.  

Höfðu ráðherrar okkar og þingmenn þær upplýsingar? 

Höfðu menn öll þau ógrynni upplýsinga sem liggja fyrir í dag?  

----------------------------------------------------------------------------

Hvernig ætlar þjóðin að fá sitt hæfasta fólk í stjórnmál í framtíðinni?  

Ingibjörg Sólrún var nánast böðuð upp úr mjólk af samherjum sínum í Samfylkingunni. 

Nú þykir þessum samverjum hennar rétt að leggja hana á bálið til að friða eigin samvisku. 

Eins og Ingibjörg sé ekki búin að þola nóg?  

Samverjarnir góðu eru samt enn með foringja sem eru engu saklausari en Ingibjörg.  

Framsóknarmenn telja sig sloppna fyrir horn.

Í þeirri Þórðargleði sparka þeir nú í fyrrum samherja sem eru engu sekari en framsóknarmenn sjálfir. 

Frá fullu húsi af börnum vilja þeir endilega senda Björgvin bláeygða í tukthúsið.  

Vinstri Grænir vilja helst alla í tukthúsið út af  fyrrum spillingu.    

Eftir síðustu kosningar hafa þeir tekið öllum fram við að úthluta bitlingum til gæðinga sinna. 

Ekki hafa þeir heldur misst svefn út af loforðum sínum við kjósendur.  

---------------------------------------------------------------------------------------------------  

Nú þurfum við að hugsa okkar gang af yfirvegun

áður en við verðum okkur til ævarandi skammar fyrir að hafa hlaupið út með fiður og tjöru

á fólk sem lenti í stórslysi, í okkar umboði.    

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Orsakir hrunsins eru þær að við vorum allt of viljug að gleypa allt sem kom frá útlöndum gagnrýnislaust. 

Lagaóskapnaður Evrópusambandsins kom okkur næstum aftur á miðaldir og reyndar ekki séð fyrir endann á því.  

Og samt höfum við hér landstjórnendur sem þrá ekkert heitara en að við verðum á ný,

lúsugir þrælar nýlenduþjóða.  

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Ekki hef ég þekkingu til að meta hvort þau Geir, Árni, Ingibjörg og Björgvin hafi svikið okkur þannig að það varði refsingu. 

Hitt veit ég að þau Jóhanna og Steingrímur reyndu að ljúga inn á okkur samning um icesave sem við 92,3% kjósenda höfnuðum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Samt sitja þau sem fastast og nefið lengist og lengist.    

   


mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær færsla...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2010 kl. 01:27

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Jóna Kolbrún. 

Viggó Jörgensson, 12.9.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Viggó Jörgensen - þessi færsla er til sóma - Ég tek undir hvert orð.

Við erum eina þjóðin sem ætlar að slátra fyrrverandi ráðamönnum sínum á altari skrílræðis.

Á meðan við eyðum orkunni í slíkt athæfi erum við ekki að byggja upp - gerum það nú varla með þessari helstjórn - en samt - þessi hugsunarháttur - að hengja fyrrverandi ráðamenn - er vond fyrir þjóðarsálina. Heift - reiði og hatur étur fólk upp innanfrá.

Takk fyrir frábæra færslu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.9.2010 kl. 04:38

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér sömuleiðis Ólafur Ingi.  

Við sem þjóð þurfum að taka okkur í gegn sjálf og kjósa öðruvísi stjórnmálamenn í framtíðinni

og setja öðru vísi reglur.

Tími þeirra sem skara ekki fram úr í neinu nema hanaati ætti að vera liðinn. 

Viggó Jörgensson, 12.9.2010 kl. 05:25

5 identicon

Vel að orði komist - hnitmiðað og beitt án hrakyrða......og að mínu mati hverju orði sannara. Það er langt frá pólitískum mistökum (eftirá að hyggja) til refsiverðrar framgöngu. Við verðum að nota tækifærið til uppbyggingar og umbóta - það er krefjandi en nauðsynlegt.

Einar Jörundsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 07:47

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka sömuleiðis Einar. 

Við núlifendur erum hreint og beint skyldug til að nýta þessa slæmu reynslu okkar,

til þess að hér verði í framtíðinni betra þjóðfélag með heilbrigðari leikreglur.  

Viggó Jörgensson, 12.9.2010 kl. 18:31

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stór hluti af vandamálinu er fólk sem við höfum alrei kosið - EMBÆTTISMENNIRNIR - sem virðast hafa það í hendi sér um hvað þeir upplýsa ráðherrana.

Þú spyrð réttilega - höfðu ráðherrarnir þær upplýsingar?

Geir Haarde upplýsti að ( hafi ég skilið orð hans rétt ) ári eftir að hann hætti hafi hann prentað út skjal af netinu um fund í London - sem á sínum tíma var bara einhver aukafundur en varð seinna MJÖG afgerandi upplýsingafundur.

Um daginn kom í ljós að lögmenn ráðuneytis og Seðlabanka voru með email sendingar sín á milli vegna lögfræðiálista sem sögðu hreint út að ákveðnar lántökur hefðu verið ólöglegar -

Ráðherrar ( ef marka má orð þeirra ) segjast aldrei hafa séð þessi álit.

Þetta eru kolvitlaus vinnubrögð.

Uppstokkun í embættismannakerfinu er hluti af því sem þú og við öll köllum eftir í kröfunni um betra þjóðfélag með heilbrigðari leikreglur.

Kosningar strax.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.9.2010 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband