Til að réttlæta niðurskurð á löggæslu.

Vegna andvaraleysis stjórnvalda og niðurskurðar á löggæslu erum við að færast nær heimsósómanum. 

Áður fyrr vissu stjórnvöld nákvæmlega hverjir voru í landinu og illþýði var vísað frá.   

Schengen er hins vegar boðskort til nær allra glæpamanna Evrópu að gera svo vel að hreiðra hér um sig.

Þó nú væri, mennirnir eru atvinnurekendur í ESB og því persónulegir gestir núverandi stjórnvalda.

Þannig geta leigumorðingjar, dópsalar og þrælakaupmenn komið og farið að vild án þess að lögregluyfirvöld séu að ónáða gestina. 

Af sjálfu leiðir að þessir alónýtu stjórnmálamenn okkar vilja ekki að kjósendur fái heim sanninn um aumingjaskap þeirra.  

Ég hef t. d. fyrir stuttu bent á að fjöldi ófundina stolinna ökutækja hefur margfaldast á fáum árum.

Að sjálfsögðu er það út af niðurskurði í löggæslu.

Það er á hinn bóginn enginn niðurskurður í að gæta stjórnvalda, frekar en í öðrum ráðstjórnarríkjum. 

Einn daginn var forsætisráðherrann verklaus vegna velgju og skelfingar í stjórnarráðshúsinu. 

Úti fyrir var kona að gefa fuglum brauð á stjórnarráðstúnið. 

Slík hryðjuverk eru ekki látin viðgangast og eðlilega var forgangslöggæsluverkið þann daginn að handsama þessa konu. 

Guði sé lof að það heppnaðist þannig að forsætisráðherrann gat þá haldið áfram að setja þjóðina á hausinn, í friði fyrir fólkinu í landinu.  

Í skýrslunum verður skráð útkall:  "Kona missti brauðið sitt, ítrekað nærri Tjörninni."    


mbl.is Segir skýrslum lögreglu breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband